Fræðslunefnd, fundur nr. 9

13.09.2012 16:00

Fræðslunefnd Hörgársveitar

9. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 13. sept. 2012 kl. 16.00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Eftirfarandi nefndarmenn voru mættir: Axel Grettisson, Garðar Lárusson, Líney Diðriksdóttir, Einar Kristinn Brynjólfsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Auk þess sátu fundinn Hugrún Ósk Hermannsdóttir, skólastjóri Álfasteins, Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi kennara og Bjarni Kristjánsson, staðgengill sveitarstjóra, sem skráði fundargerð.

                                                          

Þetta gerðist.        

  1. Leikskólinn.  Fjöldi barna og sérkennsluþörf  við skólann haustið 2012 og áætlun um stöðu mála um áramót.

22 börn eru skráð í skólann. Miðað við fyrirliggjandi umsóknir má gera ráð fyrir að þau verði 26 í lok ársins. Starfsmaður sérstaklega ráðinn vegna sérstuðnings er ekki fyrir hendi. Hins vegar er starfsmannafjöldi nú umfram brýnustu þörf, starfsmenn eru nú  8.

 

2.     Umsókn vegna barns yngra en 12 mánaða.

Aðstæður eru þannig á þeirri deild sem barnið myndi vistast á að skólastjóri telur ekkert því til fyrirstöðu að samþykkja umsóknina, enda verði litið  á vistunin sem reynsluverkefni.

Axel Grettisson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

 

  1. Greiðslur og reglur vegna barna utan Hörgársveitar sem sækjast eftir styttri dvöl.

Nefndin gerir ekki athugasemd við að umsóknum af þessum toga verði sinnt ef skólastjóri metur það svo að   aðstæður leyfi. Gjald verði innheimt fyrir hverja byrjaða viku.

 

4.     Sameiginleg málefni: 

A. Fjárhagur.     

                 Umræðu frestað.

            B. Samstarf skólanna.

Ingileif nefnir sem dæmi sameiginlega starfsdaga og fund starfsmanna nokkrum sinnum yfir skólamánuðina. Einnig heimsóknir nemenda milli skólanna. Mætti auka samstarf á milli foreldrafélaganna?  Skólastjórarnir móti þessar hugmyndir nánar.

5.     Grunnskólinn:  Skólabyrjun, fjöldi nemenda og starfsmenn, áherslur vetrarins og stýrihópar.

Nemendur eru nú 83 og námshópar 6. Kennarar er 14 í 11,5 stöðugildum, stjórnendur meðtaldir.  Aðrir starfsmenn eru 5 í 4 stöðugildum. Skólastjóri lagði fram stutta greinargerð (drög) um áherslur vetrarins í skólastarfinu og er hún fylgiskjal með fundargerð þessari.

 

6.     Skilgreiningar á kennsludögum, bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 16. ág. s. l.  

Í bréfinu kemur fram að aldrei sé heimilt að hafa árlega kennsludaga færri en 170. Hins vegar sé heimilt að ljúka árlegu skólahaldi á færri dögum og dreifa verkefnum á aðra daga ársins.  Fyrirliggjandi skóladagatal Þelamerkurskóla samþykkt miðað við framanskráð.

 

7.     Gjaldskrá mötuneytis grunnskólans skólaárið 2012 – 2013.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin verði óbreytt til áramóta. Breytingar á gjaldskránni miðist framvegis við upphaf fjárhagsársins. Þá telur nefndin æskilegt að mötuneytisgjaldið verði innheimt mánaðarlega á starfstíma skólans.

 

Hugrún Ósk Hermannsdóttir vék af fundi.

 

8.     Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Úttekt á Þelamerkurskóla, skýrsla útg. í maí 2012.

Skýrslan rædd. Skólastarfið þykir í góðu horfi en bent er á nokkur atriði sem mætti bæta. Húsnæðið er sagt óhenntugt og að það þarfnist verulegs viðhald. Nefndin telur brýnt að sveitarstjórn láti gera úttekt á ástandi þess og taki í framhaldi hennar ákvörðun um það til hvaða aðgerða skuli gripið.

 

9.     Ný heimasíða Þelamerkurskóla.

Skólastjóri kynnti síðuna. Að því er stefnt að hún verði opnuð í okt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.05