Fræðslunefnd, fundur nr. 7
Þriðjudaginn 28. febrúar 2012 kl. 17:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla, matsal.
Fundarmenn voru: Axel Grettisson, Garðar Lárusson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir nefndarmenn og auk þess Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri, Bára Björk Björnsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Andrea Keel, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi starfsfólk Þelamerkurskóla og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Málefni Álfasteins:
1. Sumarlokun 2012
Gert er ráð fyrir að sumarlokun leikskólans standi frá og með 9. júlí til og með 3. ágúst 2012.
Fræðslunefnd samþykkti að sumarlokun leikskólans standi frá og með 9. júlí til og með 3. ágúst 2012.
2. Leikskóladvöl barns með lögheimili utan sveitarfélagsins
Lögð fram umsókn um leikskóladvöl barns sem á lögheimili utan sveitarfélagsins, á þeirri forsendu að barnið hefur verið í leikskólanum að undanförnu en lögheimili þess hefur verið flutt í annað sveitarfélag. Fram kemur í umsókninni að lögheimilissveitarfélagið er reiðubúið að greiða fyrir dvölina samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fræðslunefnd samþykkti ofangreinda umsókn.
Sameiginleg málefni:
3. Yfirlit yfir rekstur fræðslu- og uppeldismála á árinu 2011
Lagt fram yfirlit yfir rekstur fræðslu- og uppeldismála á árinu 2011.
4. Samningur um ráðgjafarþjónustu
Lögð fram drög að samningi milli Hörgársveitar og Akureyrarbæjar um ráðgjafarþjónustu. Með samningnum tekur Akureyrarbær að sér að veita íbúum Hörgársveitar og nánar tilgreindum stofnunum sveitarfélagsins þjónustu á sviði félagsþjónustu, barnaverndar og sérfræðiþjónustu við leikskóla og grunnskóla, sbr. lög þar að lútandi. Samningsdrögin koma í stað samninga um sama efni sem í gildi hafa verið undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að hinn nýi samningur gildi frá ársbyrjun 2012 til ársloka 2016.
Fræðslunefnd samþykkti fyrir sitt leyti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi drög að samningi um ráðgjafarþjónustu verði samþykkt.
5. Starfsáætlanir fyrir næsta skólaár
Rætt um frumdrög að starfsáætlunum (skóladagtölum) vegna skólaársins 2012-2013 fyrir Álfastein og Þelamerkurskóla.
6. Kirkjuráð, samskipti skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa
Lagt fram til kynningar bréf, dags. 10. febrúar 2012, frá kirkjuráði með ályktun kirkjuþings 2011 þar sem hvatt er til að sveigjanleika sé gætt í samskiptum skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa.
Málefni Þelamerkurskóla:
7. Samræmd könnunarpróf 2012, dagsetningar
Lagt fram til kynningar bréf, dags. 13. janúar 2012, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem greint er frá dagsetningum samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk 2012.
8. Úttekt á grunnskólastarfi
Lagt fram til kynningar bréf, dags. 16. janúar 2012, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem greint er frá því að samþykkt hafi verið umsókn Þelamerkurskóla um stofnanaúttekt sbr. lög nr. 91/2008 (sjá fundargerð fræðslunefndar 6. desember 2011).
9. UMFÍ, gisting íþróttahópa
Lagt fram til kynningar bréf, dags. 3. janúar 2012, frá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort hægt sé að veita íþróttahópum gistingu á afsláttarkjörum í skólanum.
10. Niðurstaða Olweus-könnunar
Kynnt var niðurstaða könnunar í Þelamerkurskóla á árangri Olweus-áætlunar gegn einelti. Unnið hefur verið samkvæmt áætluninnni í fjögur ár í skólanum. Helstu niðurstöður eru að 93% nemenda í skólanum segja að þeim líði vel eða mjög vel í skólanum og 2% segjast hafa orðið fyrir einelti á síðustu tveimru mánðum. Jafnframt kom fram að þessar tölur eru mun hagstæðari en í fyrri könnunum.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:45.