Fræðslunefnd fundur nr 53

07.01.2025 16:30

Fræðslunefnd Hörgársveitar 53. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 7. janúar 2025 kl.16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn voru, Jóhanna María Oddsdóttir formaður, Sigurbjörg L Auðbjörnsdóttir varaformaður og Ásgeir Már Andrésson fulltrúar í nefndinni og auk þeirra, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri Álfasteini, Anna Rósa Friðriksdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Bryndís Sóley Gunnarsdóttir fulltrúi kennara Þelamerkurskóla, og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Málefni Álfasteins:

  1. Skýrsla leikskólastjóra

Í máli leikskólastjóra kom m.a. fram að 13 börn eru tekin inn nú um áramót og fjöldi barna verður 80 í mars n.k. Mikið er um fyrirspurnir og umsóknir. Starfsmenn eru nú 29 í 25 stöðugildum. Leikskólinn hefur fengið mikið hól fyrir starfsemina og aðstöðu víða að og talsvert hefur verið um heimsóknir frá öðrum leikskólum og sveitarstjórnarfólki. Leikskólastjóri kynnti gæðaviðmið Álfasteins sem eru í vinnslu í vinnu við innra mat leikskólans. Þá voru kynntar breytingar sem gerðar hafa verið varðandi ræstingar.

  1. Breyting á skóladagatali

Lögð fram beiðni um að sú breyting verði gerð á skóladagatali Álfasteins 2024-2025 að 6. og 7. mars 2025 verði lokunardagar vegna styttingar vinnutíma starfsfólks. Þessa daga er vetrarfrí í Þelamerkurskóla.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skóladagatali Álfasteins 2024-2025 verði breytt og gert ráð fyrir lokunardögum 6. og 7. mars 2025 vegna styttingar vinnutíma starfsfólks.

Sameiginleg málefni:

  1. Fundardagar og fundartími fræðslunefndar

Framhald umræðu frá síðasta fundi nefndarinnar.

Málefni Þelamerkurskóla:

  1. Skýrsla skólastjóra

Skólastjóri fór m.a. yfir:

  1. Starfsmannamál og breytingar sem orðið hafa.
  2. Þemaviku í nóvember, þar sem þemað var fjölmenning.
  3. Framhald framkvæmda og kaup á búnaði í næsta áfanga kennslurýma.
  4. Jóladaga og viðburði í desember.
  5. Útgáfu á fréttabréfinu Þyt og frekari útgáfumál.
  6. Jákvæður agi, námskeið fyrir starfsfólk.
  7. Skólabygging – nöfn

Framhald umræðu frá síðasta fundi nefndarinnar.

Nemendur sendu inn tillögur. Tillögur nemenda voru ræddar á starfsmannafundi. Ákveðið að leggja fram tillögu um eftirfarandi nöfn:

-Nýbygging: Árbakki (efri og neðri)

-Gamli kennslugangur: Skógar

-Námsrými fyrir neðan Torgið: Túnið og Turninn.

Tillaga um stofuheiti: Eldri kennslurýmin haldi sínum númerum frá 01-19, neðri Árbakki fái númer 20-29 og efri Árbakki fái númer 30-39.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að nöfn þessi verði samþykkt.

Fundi slitið kl. 17:45