Fræðslunefnd fundur nr. 52

12.11.2024 16:30

Fræðslunefnd Hörgársveitar 52. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 kl.16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.
Fundarmenn voru, Jóhanna María Oddsdóttir formaður, Sigurbjörg L Auðbjörnsdóttir varaformaður og Ásgeir Már Andrésson fulltrúar í nefndinni og auk þeirra, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri Álfasteini, Anna Rósa Friðriksdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Eva Hilmarsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Helga Kolbeinsdóttir fulltrúi kennara Þelamerkurskóla, Inga Bryndís Bjarnadóttir fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Málefni Þelamerkurskóla:

  1. Skýrsla skólastjóra

Skólastjóri fór yfir starfsmannamál og kom fram að ráðið hefði verið í starf stuðningsfulltrúa vegna sérúrræðis. Komið verður á tilraunaverkefni með að hafa starfsmann í stærsta skólabílnum eftir áramót. Frístund er mjög vel nýtt. En fáir nýta sér Frístund á starfsdögum. Í næstu viku verður fjölmenning í þemaviku og er opið hús föstudaginn 22. nóvember.

  1. Staða mála á framkvæmdum og reynsla nýja rýmisins

Skólastjóri fór yfir stöðu á framkvæmdum og kom m.a. fram að á næsta ári verður önnur hæð heimavistarálmu tekin í notkun og gert er ráð fyrir að taka niður fellivegg milli stofa 4 og 5 í eldri álmu. Farið var yfir skipulag í stofur á næsta ári. Fram kom að skoða þurfi betur innkaup á húsgögnum áður en næsta rými verður tekið í notkun.

  1. Starfsþróun, kennsluráðgjöf og stuðningur við skólann

Skólastjóri skýrði frá vinnu MSHA þar sem hrósið hefur verið ofarlega á blaði. Núna er verið að vinna með hugarfar og áhugahvöt. Þjónustusamningur er við fyrirtækið Kunnáttu sem fengu Íslensku menntaverðlaunin í ár og hefur þessi þjónustusamningur sannarlega skilað sér.

  1. Farsældin

Rætt um vinnu við farsældina og er Sigríður Guðmundsdóttir tengiliður farsældar og var hún með kynningu á öllum haustfundum. Foreldrar hafa verið duglegir að óska eftir samþættingu og þó nokkur mál komin í samþættingu. Verkefnið er viðamikið og er lagt upp með 20% stöðuhlutfalli tengiliðar þegar tækifæri gefst til.

  1. Nöfn

Umræður fóru fram um nafngift á álmum og öðru húsnæði í skólanum.

Sameiginleg málefni:

  1. Tillaga að gjaldskrám 2025

Lögð var fram tillaga að breytingum á gjaldskrám Álfasteins og Þelamerkurskóla.

Fræðslunefnd samþykkti breytingar á gjaldskrám fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

  1. Tillaga að fjárhagsáætlun 2025

Farið var yfir þær tillögur sem fyrir liggja varðandi tillögu að fjárhagsáætlun 2025 vegna Álfasteins og Þelamerkurskóla og varða rekstur, viðhald og fjárfestingar.

Fræðslunefnd samþykkti áætlunina fyrir sitt leyti.

  1. Tímasetning fræðslunefndarfunda

Rætt um tímasetningu fræðslunefndarfunda og var ákveðið að skoða tímasetningu fyrr að deginum.

Málefni Álfasteins:

  1. Skýrsla leikskólastjóra

Í máli leikskólastjóra kom m.a. fram að starfsmannamál hafa verið þung á haustdögum vegna forfalla en þau mál horfa nú til betri vegar. Aukning verður á starfsmönnum og verða þeir 28 með fjölgun barna sem verða 76 frá áramótum.

  1. 36 stunda vinnuvika

Fram kom að 36 stunda vinnuvika tók gildi hjá hluta starfsfólks frá 1. nóvember 2024. Verið er að skipuleggja hvernig fækkun vinnustunda verður með breyttu fyrirkomulagi. Rætt var m.a. um lokunardaga í vetrarfríi grunnskóla og skráningadaga í vikunum fyrir og eftir sumarleyfi.

Fundi slitið kl. 18:15