Fræðslunefnd fundur nr. 51
Fræðslunefnd Hörgársveitar 51. fundur
Fundargerð
Þriðjudaginn 3. september 2024 kl.16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn voru, Jóhanna María Oddsdóttir formaður, Sigurbjörg L Auðbjörnsdóttir varaformaður og Ásgeir Már Andrésson fulltrúar í nefndinni og auk þeirra, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri Álfasteini, Anna Rósa Friðriksdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Bára Björk Björnsdóttir sérkennslustjóri Álfasteins, Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Helga Kolbeinsdóttir fulltrúi kennara Þelamerkurskóla, Inga Bryndís Bjarnadóttir fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Málefni Álfasteins:
- Mönnun og barngildi í Álfasteini 2024
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði mætti á fundinn og fór yfir skýrslu um mönnun og barngildi í Álfasteini. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með greinargóða skýrslu og góða kynningu.
- Skýrsla innra mats 2024
Lögð var fram skýrsla um innra mat í júní 2024 og fór leikskólastjóri yfir hana ásamt Gunnþóri sem vinnur með starfsmönnum að innra mati leikskólans.
- Starfsáætlun 2024 – 2025 í vinnslu
Bára sérkennslustjóri kynnti yfirlit yfir sérkennslu 2023-2024 og áætlaða þörf 2024-2025. Leikskólastjóri kynnti starfsáætlun leikskólans 2024-2025 sem er í vinnslu. Þá greindi leikskólastjóri frá því að nú væru 68 börn í leikskólanum og um áramót verða þau 75. Starfsmenn eru 23 í 21,3 stöðugildum og er tölverð breyting á starfsmannahópnum nú á haustdögum. Hlutfall faglærðra er yfir 80%.
Þá kynnti leikskólastjóri nýtt námsefni „vinátta“ sem er forvarnarefni gegn einelti fyrir leikskóla.
Þá fór hún yfir mönnun og niðurröðun á deildir.
- Tilvonandi grunnskólabörn hætti leikskóladvöl sinni um sumarfrí?
Leikskólastjóri kynnti málið og fór yfir hvaða þættir myndu breytast í starfinu við breytt fyrirkomulag. Fræðslunefnd hvetur til þess að umræða fari fram um hvort og hvernig hægt er að gera breytingar.
Málefni Þelamerkurskóla:
- Starfsáætlun 2024-2025
Lögð fram starfsáætlun 2024-2025. Fram kom hjá skólastjóra að nú eru 94 nemendur í skólanum í 7 námshópum. Starfsmenn eru nú 30 í 24,9 stöðugildum og nokkur breyting er orðin á starfsmannahópnum. Stjórnunarteymi er með sama sniði og var á síðasta ári.
- Starfsþróunaráætlun 2024-2025
Lögð fram drög að starfsþróunaráætlun. Starfsþróunaráætlun skólans þarf sífellt að vera í endurskoðun. Áætlunin byggir á niðurstöðum úr starfsmannakönnunum, starfsmannasamtölum og mati á þörfum skólastarfsins fyrir þróun.
- Sjálfsmatsskýrsla 2023-2024
Skólastjóri lagði fram sjálfsmatsskýrsluna og fór yfir innihald hennar.
- Skólastarfið í upphafi skólaárs
Skólastjóri fór yfir skólastarfið í upphafi árs og þær jákvæðu breytingar sem orðið hafa við aukningu og umbóta á húsnæði og breytingu á skipulagi starfseminnar.
- Nýtt kennslurými og þróun nemendafjölda
Skólastjóri kynnti áætlun um þróun nemendafjölda. Að lokum fóru fundarmenn í skoðunarferð um það endurbætta húsnæði í skólanum sem tekið var í notkun nú í upphafi þessa skólaárs.
Fundi slitið kl. 19:15