Fræðslunefnd fundur nr. 46

30.05.2023 16:30

Þriðjudaginn 30. maí 2023 kl.16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.

Fundarmenn voru, Sigurbjörg L Auðbjörnsdóttir varaformaður, Ásgeir Már Andrésson og Sunna María Jónasdóttir (vm) fulltrúar í nefndinni og auk þeirra, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Eva Hilmarsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Inga Huld Sigurðardóttir fulltrúi kennara Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Málefni Þelamerkurskóla:

1. Skýrsla skólastjóra
Í skýrslu skólastjóra kom m.a. fram að búið er að ráða nýja starfsmenn í þrjár stöður frá hausti. Eins og staðan er nú er áætlað að 96 börn verði í skólanum í haust en það getur tekið breytingum.

2. Tillaga að skipulagsbreytingu varðandi stöðu aðstoðarskólastjóra
Aðstoðarskólastjóri hefur sagt starfi sínu lausu og leggur skólastjóri til að 49% stjórnunarhlutfall aðstoðarskólastjóra verði fært yfir á tvo verkefnastjóra úr hópi kennara, 20% á hvorn. Þessir verkefnastjórar verði í stjórnendateymi skólans og annar þeirra verði staðgengill skólastjóra. Þá verði það 9% stjórnendahlutfall sem eftir er fært á starf ritara sem mun taka til starfa í haust. Fyrirkomulag þetta verði endurskoðað í mars 2024.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að tillaga skólastjóra verði samþykkt.

3. Frístund fyrir 1.- 4. bekk næsta skólaár
Skólastjóri lagði fram minnisblað um tilhögun frístundar frá næsta hausti.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að tilhögun frístundar samkvæmt minnisblaðinu verði samþykkt.

Málefni Álfasteins:

5. Skýrsla leikskólastjóra
Í skýrslu leikskólastjóra kom m.a. fram að nokkrar breytingar eru að verða á starfsmanna-hópnum og alls verða starfsmenn 25 frá hausti. Nauðsyn er orðin á að endurnýja ýmsan tækjabúnað á deildum.

6. Náms hugleiðingar leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra
Leikskólastjóri kynnti að hún og aðstoðarleikskólastjóri væru að fara í nám meðfram starfi.

7. Breyting á skóladagatali
Lögð var fram tillaga að breytingu á skóladagatali Álfasteins 2023-2024 er varðar færslu á starfsdegi frá 4. sept. til 28. ágúst og skipulagsdagur færist frá 6.okt. til 29. sept.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt.

8. Leikskóladvöl fyrir börn starfsmanna sveitarfélagsins sem ekki búa í sveitarfélaginu
Umræður um möguleika barna starfsmanna sem ekki eiga lögheimili í sveitarfélaginu á að fá vistun á Álfasteini.
Fræðslunefnd samþykkti að endurskoða inntökureglur sem lagðar verða fyrir næsta fund.

9. Skoðunarferð um ný rými leikskólans
Farið var í skoðunarferð um leikskólann og ný rými skoðuð.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:45