Fræðslunefnd fundur nr. 39
Fræðslunefnd Hörgársveitar
39. fundur
Fundargerð
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 kl.16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn voru, María Albína Tryggvadóttir formaður, Eva María Ólafsdóttir og Vignir Sigurðsson fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Sigurbjörg Auðbjörnsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Jón Þór Benediktsson fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Sameiginleg málefni:
1. Tillaga að gjaldskrám 2022
Lögð fram tillaga að gjaldskrám er varðar leik- og grunnskóla 2022.
Fræðslunefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti.
2. Tillaga að fjárhagsáætlun 2022
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2022 fyrir fræðslumál og þær stofnanir sem heyra undir þann málaflokk.
Fræðslunefnd samþykkti áætlunina fyrir sitt leyti.
3. Ungmennaráð
Umræður um stofnun ungmennaráðs í sveitarfélaginu.
Fræðslunefnd mælir með því við sveitarstjórn að komið verði á ungmennaráði í sveitarfélaginu og að formanni fræðslunefndar, aðstoðarskólastjóra Þelamerkurskóla og starfsmanni félagsmiðstöðvar verði falið að koma með tillögu að reglum fyrir ráðið.
Málefni Álfasteins:
4. Starfsáætlun 2021 – 2022 til samþykktar
Lögð fram starfsáætlun Álfasteins 2021-2022.
Fræðslunefnd samþykkti áætlunina.
5. Starfið í vetur – áherslur í námi, fjöldi barna – fjöldi starfsmanna (veikindi)
Leikskólastjóri fór yfir starfsemi leikskólans og sérstök áhersluatriði í vetur. Þá kom fram að fjöldi barna verður 68 í byrjun næsta árs. Starfsmenn verða 22 í 19,5 stöðugildum. Óvenju mikið hefur verið um veikindi á þessu misseri.
6. Breyting á skóladagatali
Leikskólastjóri lagði fram tillögu að breytingu á skóladagatali er varðar að skipulagsdagur sem vera átti 24. maí verður færður til 14.janúar.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt.
7. Teikning af lóð lögð fram til kynningar
Lögð fram til kynningar teikning af lóð leikskólans.
8. Teikning af hugmynd á viðbyggingu leikskólans
Lagðar fram teikningar að hugmyndum um viðbyggingu við leikskólann.
9. Breyting á foreldrakönnun og starfsmannakönnun
Leikskólastjóri kynnti hugmyndir um að færa foreldrakönnun og starfsmannakönnun yfir í Skólapúls sem myndi þá seinka þeim þar til í byrjun næsta árs.
10. Starfsmannaráðningar – að ná fram stöðugleika – hvað getum við gert?
Leikskólastjóri fór yfir starfsmannaráðningar og hvað hægt væri að gera til að gera mönnun á leikskólanum auðveldari og kallaði eftir hugmyndum í þeim efnum.
11. Ytra mat – Menntamálastofnun
Kynnt var að búið er sækja um til Menntamálastofnunar að framkvæmt verði ytra mat á leikskólanum Álfasteini árið 2022.
Málefni Þelamerkurskóla:
12. Starfsáætlun 2021 – 2022 til samþykktar
Lögð fram starfsáætlun Þelamerkurskóla 2021-2022.
Fræðslunefnd samþykkti áætlunina.
13. Skólabyrjun og staða mála. Covid hindranir og fleira
Skólastjóri fór yfir málefni skólans og sagði að skólastarf í haust hafi farið vel af stað en þó má greina aukinna áhrifa frá Covid og veikindi meðal starfsmanna hafa aukist. Fram kom að nemendur eru nú 73 talsins og eru starfsmenn 19 í 17,6 stöðugildum.
14. Samstarf við framhaldsskóla á svæðinu, MTR og VMA
Skólastjóri kynnti samstarf skólans við Menntaskólann á Tröllaskaga og Verkmenntaskólann á Akureyri.
15. Fjölbreyttar þarfir nemenda, skóli fyrir alla og stoðþjónusta
Skólastjóri skýrði frá því að í skólanum er hátt hlutfall nemenda sem þurfa stoðþjónustu og fór yfir hvað þarf til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda.
16. Framtíðarsýn og nemendafjöldaspá næstu ára
Lögð var fram og kynnt nemendafjöldaspá næstu ára og framtíðarsýn í skipulagi skólastarfs og í húsnæðismálum.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 20:15