Fræðslunefnd, fundur nr. 38

18.05.2021 16:00

Fræðslunefnd Hörgársveitar

38. fundur

Fundargerð 

Þriðjudaginn 18. maí 2021 kl.16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í leikskólanum Álfasteini.

Fundarmenn voru, María Albína Tryggvadóttir formaður, Eva María Ólafsdóttir og Garðar Lárusson (vm) fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Sigurbjörg Auðbjörnsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Sameiginleg málefni:

1. Skóladagatal beggja skóla 2021-2022

Lagðar voru fram tillögur að skóladagatölum beggja skóla.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skóladagatöl Þelamerkurskóla og leikskólans Álfasteins 2021-2022 verði samþykkt eins og þau liggja fyrir.

Málefni Þelamerkurskóla:

2. Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats. Drög lögð fram til kynningar

Lögð voru fram drög að umbótaáætlun og þau kynnt af skólastjóra.  Lokadrög verða send fræðslunefnd til yfirferðar og umbótaáætlunin send til Menntamálastofnunar fyrir 1. júní n.k.

3. Skólaslit

Skólastjóri kynnti breytt skipulag skólaslita og verða þau tvískipt.

4. Yfirlit yfir næsta skólaár, námshópar og starfsmannahald

Skólastjóri skýrði frá því að áætlað er að 72 nemendur verði í upphafi næsta skólaárs. Kennt verður í fimm námshópum. Fram kom að nýr aðstoðarskólastjóri er Hrafnhildur Guðjónsdóttir og til starfa kemur nýr kennari í smíði og tæknigreinum, Sindri Lárusson. Starfsmenn verða 19 sem er sami fjöldi og í lok þessa skólaárs.

5. Frístund, niðurstöður könnunar um þörf

Lögð var fram niðurstaða úr könnun sem gerð var og kom fram að 6-10 börn myndu nýta sér lengda viðveru á vegum skólans.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að frístund verði komið á fót á vegum skólans. Skólastjóra og formanni fræðslunefndar verði falið að útfæra starfsemina.

6. Húsnæði skólans

Ræddar voru hugmyndir um að heimavistarálma verði nýtt sem framtíðar skólahúsnæði og húsnæði skólans verði endurhannað í því samhengi.

Málefni Álfasteins:

7.  Niðurstaða úr starfsmannasamtölum

Leikskólastjóri kynnti ýmsa þætti sem fram komu í starfsmannasamtölum sem fram fóru í apríl og maí.

8. Þörf fyrir aukningu á tíma til samráðs fyrir kennara – áætlanir

Leikskólastjóri óskaði eftir að tímum til samráðs starfsmanna verði fjölgað m.a. til samræmis við það sem er í öðrum sveitarfélögum.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skoðað verði með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við ósk leikskólastjóra.

9. Fjöldi barna nú í maí og áætlun fyrir haustið – starfsmannaþörf

Fjöldi barna er nú 59 og verða 57-59 í haust. Mikil fjölgun er meðal yngstu barnanna. Starfsmenn nú eru 18 í um 16,5 stöðugildum.

10. Dvalartími barna - börn sem eru þrjá daga í viku

Rætt um hvort setja ætti þrengri reglur um lágmarks dvalartíma barna.

11. Fáliðunarstefna

Rætt var um hvort setja eigi viðmið vegna lágmarksmönnunar.  Markmiðið með viðmiðunum væri að tryggja öryggi og námsaðstæður barna og starfsumhverfi starfsmanna.

Fræðslunefnd felur leikskólastjóra að setja slík viðmið sem kynnt verði foreldrum.

12. Framkvæmdir á lóð

Kynntar voru áætlanir um framkvæmdir á lóð leikskólans í sumar.

13. Mat á einstökum þáttum leikskólans

Kynnt var mat á einstökum þáttum sem snúa að starfi leikskólans svo sem hljóm 2, gátlista heilsuleikskóla og grænfánaverkefninu.

14. Tilfærsla á sumarhátíð – breyting á skóladagatali

Lögð fram tillaga um breytingu á skóladagatali á þann hátt að sumarhátíð sem vera átti 28. maí verði 8. júní.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt.

15. Nýtt rými leikskólans skoðað – hvernig reynist ný aðstaða

Fundarmenn fóru í skoðunarferð um húsnæði leikskólans og kynnti leikskólastjóri breytingarnar.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 19:20