Fræðslunefnd, fundur nr. 37
Fræðslunefnd Hörgársveitar
37. fundur
Fundargerð
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 kl.16:15 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn voru, María Albína Tryggvadóttir formaður, Eva María Ólafsdóttir (í fjarfundi) og Vignir Sigurðsson fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Margrét Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Jón Þór Benediktsson fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Málefni Þelamerkurskóla:
1. Ytra mat: Niðurstöður ytra mats MMS og næstu skref
Skólastjóri fór yfir helstu niðurstöður ytra mats MMS sem fram fór í mars s.l. Niðurstaða matsins var mjög góð hjá skólanum en þó eru nokkrir þættir sem gera þarf umbótaáætlun með fyrir 1. júní n.k.
Fræðslunefnd fagnar góðri niðurstöðu og óskar skólastjóra og starfsfólki til hamingju með hana.
2. Innra mat: Niðurstöður nemendakönnunar og foreldrakönnunar Skólapúls
Farið var yfir helstu niðurstöður nemenda- og foreldrakönnunar og samanburð við aðra skóla og landsmeðaltal.
3. Þörf fyrir frístund frá haustinu 2021 – nemendafjöldaspá
Lögð fram og rædd nemendaspá næstu ára. Í ljósi hennar var einnig rædd möguleg þörf á frekari þjónustu fyrir frístund eftir að skóla lýkur á daginn.
Fræðslunefnd samþykkti að gera könnun sem fyrst á þörfinni fyrir slíka þjónustu og mælist til þess að málið fái umræðu í sveitarstjórn áður en slík könnun verði gerð.
4. Skólastarfið í vetur - stutt yfirlit. Covid áhrif og þróun
Skólastjóri fór yfir starfið í vetur og áhrif covid á starfsemina. Námið fór m.a. fram í fjarnámi að hluta til hjá elstu nemendum og ýmislegt hefur breyst í skipulagi skólans sem rekja má til breytinga sem covid áhrifin hafa.
5. Styrkur úr Sprotasjóði: Gullnáman - þverfaglegt læsi byggt á raunveruleikatengdum verkefnum.
Sprotasjóður hefur styrkt verkefni á vegum skólans sem lýtur að því að efla þverfaglegt læsi nemenda og hæfni til sjálfstæðra vinnubragða út frá raunverulegum verkefnum. Verkefnið tengist uppbyggingu og uppgræðslu malarnámusvæðisins við skólann og hugmyndum um að gera það að útivistarsvæði.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:42