Fræðslunefnd, fundur nr. 36

17.11.2020 16:30

Fræðslunefnd Hörgársveitar

36. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 kl.16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn voru, María Albína Tryggvadóttir formaður, Eva María Ólafsdóttir (í fjarfundi) og Vignir Sigurðsson fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Margrét Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Jón Þór Benediktsson fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla (í fjarfundi), Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Sigurbjörg Auðbjörnsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Sameiginleg málefni:

1.   Tillaga að gjaldskrám 2021

Lögð fram tillaga að gjaldskrám er varðar leik- og grunnskóla 2021.

Fræðslunefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti.

2.   Tillaga að fjárhagsáætlun 2021

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2021 fyrir fræðslumál og þær stofnanir sem heyra undir þann málaflokk.

Fræðslunefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti.

 

Málefni Þelamerkurskóla:

3.   Starfsmannahald, teymi, námshópar og nemendafjöldi

Skólastjóri fór yfir starfsemina í skólanum og kom þar m.a. fram að nú eru 67 nemendur í skólanum og starfsmenn eru 18 í 16,5 stöðugildum.  Námshópar eru 5 og teymisvinna mikil.

4.   Ytra mat 2021

Skólastjóri kynnti að Þelamerkurskóli færi í ytra mat 2021 og fór yfir þá vinnu sem fram hefur farið í þessu sambandi og þá vinnu sem framundan er.

5.   Starfsáætlun og skólanámskrá

Skólastjóri kynnti starfsáætlun og skólanámskrá og að þær ásamt öllum áætlunum væri að finna á heimasíðu skólans.

6.   Innra mat, niðurstöður og viðbrögð

Skólastjóri fór yfir innra mat skólans og hverju það hefur skilað og fór yfir nokkur dæmi um það sem finna má á heimasíðu skólans.

7.   Mentor - námsáætlanir og námsmat

Skólastjóri sagði frá fyrirkomulagi námsáætlana og námsmats sem unnið er í gegnum Mentor kerfið.

8.   Samstarf við framhaldsskóla á svæðinu

Skólastjóri kynnti samstarf við framhaldsskóla á svæðinu og lagði fram samning við Menntaskólann á Tröllaskaga um samstarf sem m.a. getur falist í því að nemendur á grunnskólastigi geti tekið námsáfanga í framhaldsskóla í fjarnámi.

9.  Covid-19, staða og áhrif

Skólastjóri fór yfir starfsemina í mjög krefjandi umhverfi í covid-19, sem þó hefur gengið mjög vel.

Málefni Álfasteins:

10. Fjöldi barna og starfsmanna nóv. 2020

Leikskólastjóri skýrði frá því að 45 börn væru á leikskólanum núna, starfsmenn eru 15 í 13 stöðugildum.

11. Fjöldi barna og starfsmanna við stækkun 2021

Leikskólastjóri kynnti að í mars væri ráðgert að 50 börn yrðu á leikskólanum og að þau yrðu 52 í vor. 

12. Námskrá í endurskoðun

Leikskólastjóri sagði frá því að námskrá væri í endurskoðun en teymisvinna við hana hefði gengið hægar vegna covid-19.

13. Mio stærðfræðiskimunarefni fyrir leikskóla – nýtt á Álfasteini

Kynnt var Mio skimunarefni fyrir leikskóla sem tekið hefur verið upp á Álfasteini.

14. Rafræn heilsubók – nýtt haust 2020 – tveir yngstu árgangar

Leikskólastjóri kynnti heilsubók fyrir hvert barn en nú hefur hún verið færð yfir í rafrænt form fyrir tvo yngstu árgangana og stefnt er að því að allir árgangar fái rafræna heilsubók.

15. Ytra mat 2022 /Innra mat 2020 – 2021 (Sjálfsmatsskýrsla)

Leikskólastjóri kynnti að hún legði til að sótt yrði um ytra mat 2022 þegar starf í nýju umhverfi væri komið í fastara form. Þá kynnti hún það sem unnið hefur verið í innra mati og sjálfsmatsskýrslum í leikskólanum.

16. Erindi vegna skipulagsdags

Formaður skýrði frá erindi frá leikskólastjóra þar sem þess er farið á leit að fá að hafa auka skipulagsdag sem tekinn væri milli jóla- og nýárs vegna covid álags.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

17. Nýbygging og ungbarnaleiksvæði

Kynntar voru teikningar af nýrri viðbyggingu við leikskólann sem tekin verður í notkun í mars á næsta ári.  Þá voru kynntar lóðarframkvæmdir sem gerðar voru á þessu ári og teikningar af næsta áfanga fyrirhugaðra lóðarframkvæmda.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 19:15