Fræðslunefnd, fundur nr. 34
Fræðslunefnd Hörgársveitar
34. fundur
Fundargerð
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 kl.16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.
Fundarmenn voru, María Albína Tryggvadóttir formaður, Eva María Ólafsdóttir og Garðar Lárusson (vm) fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Hulda Arnsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Sigurbjörg Auðbjörnsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Sameiginleg málefni:
1. Skólastefna Hörgársveitar
Rætt um vinnu við endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins, en haldinn var íbúafundur s.l. laugardag. Unnið verður áfram að endurskoðuninni og frekari gagna aflað.
2. Gjaldskrár
Lögð fram tillaga að gjaldskrám er varðar leik- og grunnskóla 2020.
Fræðslunefnd samþykkti gjaldskrárnar fyrir sitt leyti.
3. Fjárhagsáætlun 2020
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2020 fyrir fræðslumál og þær stofnanir sem heyra undir þann málaflokk.
Fræðslunefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti.
4. Önnur mál
Ræddar hugmyndir að frekari samvinnu milli leik- og grunnskóla.
Málefni Þelamerkurskóla:
5. Skýrsla skólastjóra
Skólastjóri skýrði frá starfinu og lýsti m.a. yfir ánægju sinni með góða þátttöku foreldra og íbúa í störfum skólans. Búið er að opna félagsmiðstöð í húsnæði heimavistar. Þemadagar tókust mjög vel. Þá tókst verkefnið Þorpið mjög vel þar sem nemendur unnu að samþættingu nokkurra námsgreina. Allir nemendur tóku þátt í verkefninu jól í skókassa. Skólaráð hefur verið virkt í haust og þá var greint frá helstu niðurstöðum Skólapúls fyrir 6. – 10. bekk.
6. Önnur mál
Kynntar voru og ræddar hugmyndir er varða aðstöðu fyrir hátíðarsal við skólann.
Málefni Álfasteins:
7. Skýrsla leikskólastjóra
Fundarmenn fóru í stutta skoðun á húsnæði leikskólans. Leikskólastjóri skýrði frá því að leikskólinn er fullsetinn með 44 börnum. Gerð hefur verið foreldrakönnun og ráðgert er að gera einnig starfsmannakönnun. Talsverð breyting hefur orðið á starfseminni í leik-skólanum með fjölgun barna. Sjö nýir starfsmenn hafa hafið störf við leikskólann í haust.
8. Fyrirhuguð viðbygging og aðrar framkvæmdir við Álfastein
Kynntar voru hugmyndir að viðbyggingu og lóðarhönnun sem gert er ráð fyrir að framkvæma á næsta ári.
9. Önnur mál
Rætt var um hvort öryggisbúnaður svo sem hjartastuðtæki ættu ekki að vera staðsettur í leik- og grunnskólum og halda ætti skyndihjálparnámskeið reglulega fyrir starfsfólk.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:15