Fræðslunefnd, fundur nr. 32
Fræðslunefnd Hörgársveitar
32. fundur
Fundargerð
Miðvikudaginn 22. maí 2019 kl.16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í leikskólanum Álfasteini.
Fundarmenn voru, María Albína Tryggvadóttir formaður, Vignir Sigurðsson og Eva María Ólafsdóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Hulda Arnsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Sigurbjörg Auðbjörnsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Málefni Þelamerkurskóla:
1. Skýrsla skólastjóra í lok skólaárs
Skólastjóri stiklaði á stóru í skólastarfinu í vetur og kom þar m.a. fram að einkenni skólastarfsins hafi verið dugnaður nemenda.
2. Næsta skólaár, ráðningarmál, fjöldi nemenda, fyrirkomulag.
Skólastjóri fór yfir stöðuna varðandi næsta skólaár og kom m.a. fram að tveir nýir kennarar koma til starfa í haust auk þess sem breytingar verða í starfsliði stuðningsfulltrúa. Eins og staðan er nú lítur út fyrir einhverja fækkun nemenda frá því sem nú er. Áfram verður kennt í þremur námshópum.
3. Vistun grunnskólabarna utan skólatíma
Rætt um eftirspurn eftir vistun skólabarna utan skólatíma og þá möguleika sem í boði eru til að bjóða uppá slíka þjónustu. Ákveðið var að kanna frekar með væntanlega þátttöku til að meta þörfina.
4. Tillaga um ráðningu skólastjóra Þelamerkurskóla
Auglýst var staða skólastjóra og rann umsóknarfrestur út þann 17.maí s.l.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir verði ráðin skólastjóri Þelamerkurskóla.
5. Skólaforðun
Umræður um fjarvistir nemenda úr skóla og ýmsar ástæður fjarvista.
Sameiginleg málefni:
6. Skólastefna Hörgársveitar
Rætt um vinnu við endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins.
7. Skóladagatöl Álfasteins og Þelamerkurskóla 2019-2020
Lagðar voru fram tillögur að skóladagatölum beggja skóla.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skóladagatöl Þelamerkurskóla og leikskólans Álfasteins 2019-2020 verði samþykkt eins og þau liggja fyrir.
Málefni Álfasteins:
9. Skýrsla leikskólastjóra - börn og starfsfólk – haustið 2019
Fram kom hjá leikskólastjóra m.a. að börnin verða 44 frá og með hausti. Starfsmönnum fjölgar, en enn vantar að ráða í þrjú störf. Áætlað er að opna leikskólann að nýju eftir stækkun og breytingar þann 8. ágúst og opnunarhátíð verði þann 9. ágúst.
10. Reglur um meðferð umsóknar um leikskóladvöl í Hörgársveit
Lögð fram drög að reglum.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
11. Reglur vegna orlofstöku starfsmanna
Lögð fram drög að reglum.
Fræðslunefnd samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:59