Fræðslunefnd, fundur nr. 31

26.03.2019 16:00

Fræðslunefnd Hörgársveitar

31. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 26. mars 2019 kl.16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn voru, María Albína Tryggvadóttir formaður, Vignir Sigurðsson og Eydís Eyþórsdóttir (vm) fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Sigurbjörg Auðbjörnsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Sameiginleg málefni:

1. Skólastefna Hörgársveitar

Skólastefnan lögð fram, en samkvæmt ákvæðum hennar skal hún endurskoðuð í ár. Rætt um hversu miklar breytingar þyrfti að gera og hvort ætti að fá utanaðkomandi aðila til ráðgjafar og vinnu við enduskoðunina.

Fræðslunefnd samþykkti að fræðslunefnd og fulltrúar grunn- og leikskóla hæfu vinnu við forvinnu endurskoðunar og leggðu fram álit um framhald vinnunnar á næsta fundi nefndarinnar.

Málefni Álfasteins:

2. Skýrsla leikskólastjóra - börn og starfsfólk – haustið 2019

Þar kom m.a. fram að frá og með hausti verði 22 börn á yngri deild og 21 barn á eldri deild.  Reiknað er með að 2,5 stöðu á eldri deild og 5,5 stöðu á yngri deild.

3. Nýr skólasamningur

Lögð fram drög að nýjum skólasamningi sem taki gildi frá og með 1. maí 2019.

Fræðslunefnd samþykkti samninginn fyrir sitt leyti.

4. Endurskoðun á reglum um meðferð umsókna um leikskóladvöl – umræður

Leikskólastjóri ræddi um nauðsyn á endurskoðun á reglum um meðferð umsókna um leikskóladvöl.

Fræðslunefnd samþykkti að endurskoðun fari fram og tillaga að nýjum reglum verði lögð fyrir nefndina.

5. Breyting á skóladagatali vegna framkvæmda

Lögð fram tillaga að breytingu á skóladagatali vegna framkvæmda á þann hátt að lokað verði vegna sumarlokunar um hádegi föstudaginn 5. júlí og opnað verði aftur fimmtudaginn 8. ágúst.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt.

6. Skóladagatal 2019 – 2020

Lögð fram drög að skóladagatali sem verða til umræðu og afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Málefni Þelamerkurskóla:

7.   Skýrsla skólastjóra, nemenda- og starfsmannamál

Þar kom m.a. fram að 11 börn útskrifast úr skólanum í vor og 2 börn koma í 1. bekk í haust.  Umsjónarkennarar á unglingastigi fara báðar í leyfi næsta vetur og er búið að auglýsa stöður þeirra.  Skólaráð hefur verið virkt á skólaárinu.

8. Niðurstöður úr eineltiskönnun

Skólastjóri kynnti niðurstöður úr eineltiskönnun.

9. Foreldrakönnun skólapúlsins

Skólastjóri kynnti niðurstöður úr foreldrakönnun. 

Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með að könnunin hafi verið framkvæmd og leggur til að hún verði gerð reglulega.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:08