Fræðslunefnd, fundur nr. 3

12.05.2011 16:30

Fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í matsal Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru:

Axel Grettisson, Garðar Lárusson, Líney Diðriksdóttir, Stefanía Steinsdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir í fræðslunefnd og auk þess Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri, Helga Jónsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

Málefni Þelamerkurskóla:

 

1. Starfsáætlun 2011-2012, staðfesting

Lögð fram drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2011-2012,  með skýringum, ásamt svonefndu “kvótablaði”.

Fræðslunefnd samþykkti að staðfesta framlögð gögn sem starfsáætlun Þelamerkurskóla fyrir skólaárið 2011-2012, sbr. 6. gr. laga um grunnskóla. Í henni felst að heildarfjöldi vikulegra kennslustunda á skólaárinu getur orðið allt að 275.

 

2. Breytingar á skólahúsnæði

Gerð var grein fyrir undirbúningi þess að bæta aðgengismál og brunavarnir skólahúsnæðisins. Fram kom að fyrirhugað er að ljúka undirbúningnum næsta vetur þannig að unnt verði að gera þær breytingar á húsnæðinu sem um er að ræða á árinu 2012.

 

Sameiginleg málefni:

 

3. Þóknun fyrir fundarsetu

Rætt sú hugmynd að verði ekki greidd þóknun fyrir setu á fundum fræðslunefndar.

 

4. Yfirlit yfir rekstur fræðslu- og uppeldismála janúar-mars 2011

Lagt fram yfirlit rekstur fræðslu- og uppeldismála fyrstu þrjá mánuði ársins 2011.

 

5. Jafnréttisáætlun, ósk um greinargerð

Félagsmála- og jafnréttisnefnd gerði á fundi sínum 3. maí 2011 eftirfarandi bókun: “Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti að vekja athygli fræðslunefndar og menningar- og tómstundanefndar á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins og að óska eftir að nefndirnar sjái til þess að skilað verði til félagsmála- og jafnréttisnefndar greinargerðum um hvernig þeim ákvæðum, sem varðar hvora nefnd, verður framfylgt. Greinargerðirnar berist í síðasta lagi 15. ágúst 2011.”

Fræðslunefnd samþykkti að fela skólastjórum að gerafélagsmála- og jafnréttisnefnd grein fyrir fyrirhugaðri framfylgd á þeim ákvæðum í jafnréttisáætlun sveitarfélagsins, sem varða hvorn skóla fyrir sig.

 

6. Skólavistun

Gerð grein fyrir fyrirkomulagi skólavistunar sem undanfarin ár hefur verið í Álfasteini.

Fræðslunefnd samþykkti að skólavistun á Álfasteini verði auglýst sem vistunarúrræði fyrir grunnskólanemendur í 1.-4. bekk eftir daglegan skóladag.

 

Málefni Álfasteins:

 

7. Starfsáætlun 2011-2012, staðfesting

Lögð fram drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2011-2012 og yfirlit yfir væntanlegt starfsmannahald á skólaárinu. Fram kom að börnum muni væntanlega fækka nokkuð milli ára.

Fræðslunefnd samþykkti að staðfesta framlögð gögn sem starfsáætlun Álfasteins fyrir skólaárið 2011-2012, sbr. 14. gr. laga um leikskóla. Jafnframt er nefndin þeirrar skoðunar að starfsmannahald leikskólans þurfi að haldast í hendur við fjölda barna.

Þá samþykkti fræðslunefndin að vekja sérstaka athygli sveitarstjórnar á þeirri fækkun barna á grunnskóla- og leikskólaaldri milli skólaára sem virðist vera í sveitarfélaginu.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 19:00.