Fræðslunefnd, fundur nr. 24

07.09.2016 16:00

Fræðslunefnd Hörgársveitar

 

24. fundur

 

Fundargerð

 

Miðvikudaginn 7. september 2016 kl. 16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri, Hulda Arnsteindóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Eva María Ólafsdóttir fulltrúi foreldra grunnskóla, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Andrea R. Keel, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteins og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

Málefni Álfasteins:

1.        Starfsárið 2016-2017, fjöldi barna og starfsmannamál

Leikskólastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi barnafjölda og skipulag starfsárið 2016-2017.  Fram kom að nú eru 29 börn í leikskólanum.

2.        Endurbættur dvalarsamningur

Leikskólastjóri lagði fram drög að endurbættum dvalarsamningi barna á leikskólanum.

Fræðslunefnd samþykkir samninginn.

3.        Önnur mál

a) Farið var yfir framkvæmdir sumarsins og þær lagfæringar sem þarf að gera.

b) Kynnt var að verið er að taka upp nýja matseðla samkvæmt stefnu Heilsuleikskóla.

 

Sameiginleg málefni:

4.        Framtíðarhorfur og fjöldi nemenda í leik- og grunnskóla

Farið var yfir upplýsingar sem teknar hafa verið saman um áætlaðan barnafjöld í leik- og grunnskóla Hörgársveitar 2016 – 2022 út frá íbúatölum dagsins í dag.

Í dag eru 29 börn á leikskólaaldri og 68 á grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.

5.        Fjárhagsáætlun 2017, vinnulag og áherslur - umræður

Farið var yfir áætlun um vinnulag við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017.

 

Málefni Þelamerkurskóla:

6.        Skólabyrjun – nemendafjöldi og fleira

Skólastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi nemendafjölda og skipulag starfsárið 2016-2017.  Fram kom að nú er 71 barn í Þelamerkurskóla.

7.        Stefna sveitarfélagsins í notkun upplýsingatækni í skólastarfi

Skólastjóri fór yfir tölvukost skólans og voru umræður um hvaða stefnu ætti að taka í endurnýjun og uppfærslu búnaðar.

8.        Önnur mál

Vegna hvatningarbréfs frá Velferðarvaktinni var rætt um hvort hægt sé að draga úr kostnaðarþáttöku foreldra vegna námsgagna.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:20