Fræðslunefnd, fundur nr. 21
Fræðslunefnd Hörgársveitar
21. fundur
Fundargerð
Mánudaginn 16. nóvember 2015 kl. 15:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla, matsal.
Fundarmenn voru Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttirfulltrúar í nefndinni og auk þeirra Eva María Ólafsdóttir fulltrúi foreldra grunnskóla, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri, Jónína Sverrisdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Málefni Álfasteins:
1. Fjárhagsáætlun 2016 - gjaldskrár
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Álfasteins 2016 og tillaga að gjaldskrárbreytingum.
Fræðslunefnd samþykkti áætlunina og gjaldskrárbreytingar fyrir sitt leiti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
2. Starfsáætlun
Kynnt starfsáætlun Álfasteins 2015-2016 sem er á heimasíðu Álfasteins.
3. Foreldrakönnun
Leikskólastjóri kynnti könnun sem fram fór meðal foreldra barna á leikskólanum.
Sameiginleg málefni:
4. Skólastefna Hörgársveitar
Rætt um vinnu við skólastefnu Hörgársveitar.
Fræðslunefnd samþykkti að kanna með að fá utanaðkomandi aðila til að setja upp tillögu að skólastefnu sveitarfélagsins sem lögð verði fyrir til umræðu og samþykktar.
5. Þjóðarsáttmáli um læsi
Þann 31. ágúst 2015 undirritaði sveitarstjóri fyrir hönd Hörgársveitar þjóðarsáttmála um læsi, samning milli ríkis og sveitarfélaga. Í samningnum eru meðal annast ákvæði um atriði sem Hörgársveit skuldbindur sig til að vinna eftir.
Fræðslunefnd óskar eftir að fá að fylgjast með vinnu læsisteyma leik- og grunnskóla og læsistefna verði kynnt.
6. Fastir fundartímar fræðslunefndar
Rætt um hvort festa eigi fundartíma fræðslunefndar fram í tímann.
Fræðslunefnd samþykkti að lögð verði fram fundaráætlun á næsta fundi.
Málefni Þelamerkurskóla:
7. Fjárhagsáætlun 2016 – gjaldskrár
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla 2016 og tillaga að gjaldskrárbreytingum.
Fræðslunefnd samþykkti áætlunina og gjaldskrárbreytingar fyrir sitt leiti.
8. Svar ÞMS til Menntamálaráðuneytis vegna eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga – lagt fram.
Skólastjóri lagði fram svar vegna könnunarinnar.
Fræðslunefnd samþykkti að svarið verði sent Mennta- og menningarmálráðuneytinu.
9. Svar ÞMS og Hörgársveitar til Menntamálaráðuneytis vegna eftirfylgni með úttekt á Þelamerkurskóla, staða umbótaáætlunar vegna úttektar – lagt fram
Skólastjóri lagði fram svör vegna úttektarinnar.
Fræðslunefnd samþykkti að svörin verði send Mennta- og menningarmálráðuneytinu.
10. Framkvæmdir við Þelamerkurskóla
Kynntar voru útfærslur er varðar endurbætur á húsnæði skóla og skrifstofu, en sérstök framkvæmdanefnd fer með umsjón með framkvæmdunum. Áætlanir gera ráð fyrir að þessum endurbótum verði lokið á árinu 2016 og þá flytji skólastarf og skrifstofa úr heimavistarálmu.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17.00