Fræðslunefnd, fundur nr. 17
Mánudaginn 15. september 2014 kl. 17:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.
Fundarmenn voru Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Andrea R. Keel, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir, fulltrúi starfsmanna Álfasteins, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Sameiginleg málefni:
1. Fjárhagsrammar 2015
Lögð fram tilkynning um fjárhagsramma nefndarinnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 21. maí 2014.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2015 verði breytt þannig að hann verði a.m.k. 220 millj. kr. Nefndin telur sér ekki fært að skipta fyrirliggjandi fjárhagsramma milli viðfangsefna, þar sem óbreyttur rekstur skólanna í sveitarfélaginu rúmast ekki innan hans, að teknu tilliti til nýrra kjarasamninga og núverandi fjölda barna á leikskóla.
Málefni Álfasteins:
2. Starfsmannahald
Lögð fram tafla sem sýnir núverandi stöðu starfsmannahalds miðað við núverandi barnafjölda og gefnar forsendur um starfsmannahaldsþörfina.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn ráðinn verði starfsmaður í 100% starf í leikskólann til loka skólaársins.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:20