Fræðslunefnd, fundur nr. 15
Miðvikudaginn 25. júní 2014 kl. 15:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.
Sveitartjórn kaus á fundi sínum 18. júní 2014 eftirtalda í fræðslunefnd á yfirstandandi kjörtímabili: Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttir.
Fundarmenn voru eftirtaldir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra:
Andrea R. Keel, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri
Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri
Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi starfsfólks Þelamerkurskóla
Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Málefni Þelamerkurskóla:
1. Breyting á stundatöflu skólaárið 2014-2015
Lögð fram tillaga frá skólastjórnendum um að á skólaárinu 2014-2015 byrji fyrsta kennslustund 10 mínútum fyrr en verið hefur (þ.e. kl. 8:20), að hádegishlé nemenda verði stytt um 5 mínútur og að á föstudögum ljúki skóladagur nemenda kl. 13:00.
Fræðslunefnd samþykkti að gera ekki athugasemd við að stundaskrá Þelamerkurskóla á skólaárinu 2014-2015 taki mið af fyrirliggjandi tillögu skólastjórnenda. Jafnframt samþykkti nefndin að gerð verði könnun á viðhorfi foreldra til valkosta í skólavistun eftir að skóladagi lýkur á föstudögum.
Málefni Álfasteins:
2. Gjaldskrá, breyting á gjalddaga
Lögð fram tillaga um að gjalddagar leikskólagjalda verði framvegis 1. hvers mánaðar í stað 15. hvers mánaðar, eins og verið hefur.
Fræðslunefnd samþykkti að gjalddagi leikskólagjalda verði framvegis 1. þess mánaðar sem verið er að innheimta fyrir.
3. Innheimta gjalds fyrir fæði gesta
Lögð fram tillaga um að fæðisgjald verði innheimt af gestum í leikskólanum.
Fræðslunefnd samþykkti að framvegis verði innheimt fæðisgjald fyrir gesti leikskólans þannig að hádegisverður verði að fjárhæð 300 kr. fyrir börn og 400 fyrir fullorðna og að morgunverður og hressing að verði að fjárhæð 150 kr. fyrir börn og 200 kr. fyrir fullorðna.
4. Tímabundin breyting á stöðuhlutfalli leikskólastjóra
Lagt fram bréf, dags. 23. júní 2014, frá Hugrúnu Ósk Hermannsdóttur, leikskólastjóra, þar sem hún óskar eftir leyfi til að minnka stöðuhlutfall sitt úr 75% í 50% frá 1. september til 1. desember 2014.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að veita leikskólastjóra leyfi til að vera í 50% starfi á tímabilinu frá og með 1. september til og með 30. nóvember 2014.
5. Niðurstaða foreldrakönnunar
Gerð grein fyrir niðurstöðum foreldrakönnunar á Álfasteini, sem gerð var í október-mánuði 2013. Helstu niðurstöður hennar eru þær að í öllum tilvikum er yfir 90% svarenda ánægðir og mjög ánægðir með þau atriði sem spurt var um.
Fleira gerðist ekki – fundi sliti kl. 16:40.