Fræðslunefnd, fundur nr. 10
Dags. 25. Október 2012
Fimmtudaginn 25. október 2012 kl. 17:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.
Fundarmenn voru: Axel Grettisson, Stefanía Steinsdóttir, Garðar Lárusson, Líney S. Diðriksdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir nefndarmenn og auk þess Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Unnar Eiríksson, aðstoðarskólastjóri, Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi starfsfólks Þelamerkurskóla, Andrea Keel, fulltrúi foreldra leikskólabarna, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Málefni Álfasteins:
1. Skýrsla um veitingu tímabundinnar leikskólavistar 2011-2012
Lögð fram skýrsla um veitingu tímabundinnar leikskólavistar á skólaárinu 2011-2012 fyrir nemendur sem eiga lögheimili í öðru sveitarfélagi, sbr. 5. gr. reglna þar að lútandi sem fræðslunefnd samþykkti 7. september 2011 og sveitarstjórn staðfesti 21. september 2011. Um er að ræða tvo nemendur.
Málefni Þelamerkurskóla:
2. Skýrsla um veitingu tímabundinnar námsvistar 2011-2012
Lögð fram skýrsla um veitingu tímabundinnar námsvistar á skólaárinu 2011-2012 í öðrum sveitarfélögum fyrir nemendur sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, sbr. 9. gr. reglna þar að lútandi sem fræðslunefnd samþykkti 7. september 2011 og sveitarstjórn staðfesti 21. september 2011. Um er að ræða tvo nemendur.
Sameiginleg málefni:
3. Fjárhagsrammi 2013
Gerð grein fyrir þeim fjárhagsramma sem nefndinni ber að vinna með vegna fjarhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013, sbr. 9. gr. erindisbréfs nefndarinnar. Fjárhagsramminn er 220 millj. kr. Farið var yfir þau viðfangsefni sem heyra undir nefndina og lögð drög að áætlun um heildarfjárhæð fyrir hvert þeirra.
4. Framtíðarhúsnæði leikskóla og grunnskóla
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
„Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir viðræðum við Akureyrarbæ, sem eiganda jarðarinnar Blómsturvalla, um lóð í landi jarðarinnar fyrir byggingu sem rúmað geti grunnskóla og leikskóla sveitarfélagsins, auk fleiri þátta í starfsemi þess.“
Fræðslunefnd samþykkti framkomna tillögu til sveitarstjórnar um viðræður við Akureyrarbæ um byggingu skóla í Blómstuvallalandi.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:25.