Fræðslunefnd fundur nr. 43

18.10.2022 16:00

Fræðslunefnd Hörgársveitar

43. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 18. október 2022 kl.16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn voru, Jóhanna María Oddsdóttir formaður, Ásgeir Már Andrésson og Sigurbjörg L Auðbjörnsdóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Eva Hilmarsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Margrét Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Inga Bryndís Bjarnadóttir, fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Sameiginleg málefni:

1. Ungmennaráð

Hrafnhildur Guðjónsdóttir aðstoðarskólastjóri kom til fundarins og kynnti til hvers er ætlast í starfi Ungmennaráðs sem kjörið var á síðasta fundi sveitarstjórnar.

2. Tillaga að gjaldskrám 2023

Lögð var fram tillaga að breytingum á gjaldskrám Álfasteins og Þelamerkurskóla.

Fræðslunefnd samþykkti breytingar á gjaldskrám fyrir sitt leyti.

3. Tillaga að fjárhagsáætlun 2023

Farið var yfir þær tillögur sem fyrir liggja varðandi tillögu að fjárhagsáætlun 2023 vegna Álfasteins og Þelamerkurskóla og varðar rekstur, viðhald og fjárfestingar.

Fræðslunefnd samþykkti áætlunina fyrir sitt leyti.

Málefni Álfasteins:

4. Reglur um inntöku barna – endurskoðun

Lögð var fram tillaga að breytingum á reglum um inntöku barna í Álfastein.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að reglurnar verði samþykktar með áorðnum breytingum.

5. Gjaldskrá – afsláttarreglur

Lögð var fram tillaga að breytingum á reglum um afslætti gjalda fyrir Álfastein.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að breytingarnar verði samþykktar.

6. Starfsmannamál

Leikskólastjóri skýrði frá stöðu starfsmannamála en verið er að auglýsa eftir afleysingu í deildarstjórastöðu.

Málefni Þelamerkurskóla:

7. Sjálfsmatsskýrsla Þelamerkurskóla

Skólastjóri lagði fram sjálfsmatsskýrslu 2022 sem unnin er út frá innra mati skólans 2021-2022.

8. Lokaskil á umbótaáætlun í kjölfar ytra mats MMS

Lögð voru fram lokaskil á niðurstöðum umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats Menntamála-stofnunar sem framkvæmt var í mars 2021.

9. Starfsmannamál

Skólastjóri skýrði frá breytingum á starfsmannahaldi en auglýst hefur verið eftir skólaliða þar sem einn skólaliði er að fara til annarra starfa. Þá vantar íþróttakennara til afleysinga frá áramótum til vors.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:05