Fjallskilanefnd fundur nr. 32

29.06.2022 20:00

Fjallskilanefnd Hörgársveitar

32. fundur

Fundargerð 

Miðvikudaginn 29. júní 2022 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Arnar Ingi Tryggvason formaður, Jónas Þór Jónasson varaformaður, Agnar Þór Magnússon, Davíð Jónsson og Egill Már Þórsson nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Tímasetning gangna haustið 2022 og fyrirkomulag fjallskila

Fjallskilanefnd ræddi um tímasetningu gangna haustið 2022 og fyrirkomulag fjallskila.

Fjallskilanefnd samþykkti að fyrstu göngur haustið 2022 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 7. september til sunnudagsins 11. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar. Frávik frá þessum dagsetningum ef til koma, verða kynnt tímanlega. Dalvíkurbyggð verði kynntar þessar tímasetningar.

2. Samskipti við Skagfirðinga um smölun, girðingamál ofl.

Ákveðið að funda sem allra fyrst með Skagfirðingum um samskiptamál með smölun og girðingarmál.  Formaður mun setja sig í samband við formann landbúnaðarnefndar Skagafjarðar varðandi fundartíma.

3. Undanþága frá fjallskilum

Samkvæmt fjallskilasamþykkt er hverri fjallskiladeild heimilt að veita þeim, sem hafa fé sitt í sauðheldum girðingum sumarlangt, undanþágu frá fjallskilum að hluta eða öllu leyti.

Fjallskilanefnd samþykkti að í ár verði ekki veitt undanþága frá fjallskilum.

4. Girðingamál og lausaganga búfjár

Rætt um girðingamál og lausagöngu búfjár og hugmyndir um bann við henni.

5. Réttir

Umræður um rétt í stað Þórustaðaréttar. Ákveðið að formaður kanni með þá möguleika sem rætt var um á fundinum.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:35