Fjallskilanefnd, fundur nr. 4 - 2005

31.08.2005 00:00

Miðvikudagskvöldið 31. ágúst 2005 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla, mættir Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.

 

Eftirfarandi fært til bókar:

 

1.  Fundargerð síðasta fundar undirrituð.

 

2.  Borist hefur svar frá hreppsnefnd Arnarneshrepps varðandi göngur á Illagilsdal og Lambárdal (samanber lið 5 í fundargerð 1. fundar fjallskilanefndar 2005). Í svarinu er boðið upp á að Arnarneshreppur manni þetta gangnasvæði að hálfu á móti Hörgárbyggð, jafnframt telur hreppsnefndin að þetta gangnasvæði sé ofmannað að minstakosti um einn mann. Þá er tekið fram að þetta boð gildi bara til að leysa málið til bráðabyrða þar til sveitarfélögin geti rætt saman til að leysa þetta mál til frambúðar.

 

Fjallskilanefnd telur þetta ásættanlegt og leggur til að skiptingin verði sú að í fyrstu  göngum verði tveir frá hvoru sveitarfélagi, í öðrum göngum verði 2 frá Arnarneshreppi og 1 frá Hörgárbyggð og í eftirleit verði bara 1 dagsverk og það frá Hörgárbyggð.

 

Göngurnar verði undir stjórn gangnastjóra á Þorvaldsdal, nema eftirleitin hún verð í samvinnu við eftirleitarmenn á Ytri Tungudal.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið.