Fjallskilanefnd, fundur nr. 4 - 2004

08.09.2004 00:00

Miðvikudagskvöldið 8. september 2004 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka, mættir Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.

 

Eftirfarandi bókað á fundinum:

 

1.      Fundargerð síðasta fundar undirrituð.

 

2.      Tekið fyrir bréf til fjallskilastjóra Akrahrepps um gangnaskildu Akrahrepps í Hörgárbyggð. Gengið var frá bréfinu og Aðalsteini falið að senda það sem fyrst.

 

3.      Ákveðið að senda eftirfarandi orðsendingar í  Fréttabréf Hörgárbyggðar s. k. út 11.sept.: 

„Fjallskilanefnd Hörgárbyggðar minnir á að í 14. gr. fjallskilasamþykktar  fyrir sveitarfélög á svæði héraðsnefndar Eyjafjarðar er eftirfarandi ákvæði:  „Samhliða seinni göngum skulu landeigendur afgirtra heimalanda smala þau lönd og gera full skil á því fé sem þar er.”

Ef landeigendur ætla að hreinsa fé út úr girðingum mælir fjallskilanefnd með að það sé gert fyrir 1. göngur.

 

Áætlað er að fara eftirleitarflug yfir allt sveitarfélagið eins fljótt eftir göngur og færi gefst.”

 

4.      Fjallað um varnir gegn riðuveiki og hvort ætti að láta eitthvað um þær í Fréttabréf Hörgárbyggðar t.d. hvað varðar heimflutning fjár. Ákveðið að gera það ekki, þar sem samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá embætti yfirdýralæknis hafi heimaaðilar ekki völd til þess að setja boð og bönn um það.

 

5.      Rætt um álagningu gangnadagsverka m.a. í ljósi kvartana sem hafa komið eftir að gangnaseðlar voru sendir út. Ákveðið var að taka til skoðunar hvort ekki þurfi fyrir næsta haust að setja ákvæði um lágmarks fjölda í dagsverki, þannig að ef fjárfjöldi á ákveðnu svæði er orðinn það lítill að fjárfjöldi í dagsverki fer niður fyrir þetta lágmark komi sveitarfélagið að göngum þar.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 22:30.