Fjallskilanefnd fundur nr. 38
Fjallskilanefnd Hörgársveitar 38. fundur
Fundargerð
Fimmtudaginn 8.ágúst 2024 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Arnar Ingi Tryggvason formaður, Jónas Þór Jónasson varaformaður, Egill Már Þórsson, Davíð Jónsson og Agnar Þór Magnússon nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Álagning gangnadagsverka
Lögð fram drög að álagningu fjallskila haustið 2024. Nefndin fór yfir drögin og gerði á þeim breytingar. Heildarfjöldi gangnadagsverka er 450. Samkvæmt síðustu forðagæsluskýrslu er alls um að ræða 6.665 kindur, sem er fjölgun um 10 frá fyrra ári. Meðaltalsfjöldi kinda í dagsverki er því 14,8.
Fjallskilanefnd samþykkti framlögð drög að álagningu fjallskila haustið 2024, með þeim breytingum sem gerðar voru á þeim á fundinum.
- Tímasetning gangna og rétta haustið 2024, frávik
Rætt um tímasetningu gangna. Tímasetning gangna var samþykkt á fundi nefndarinnar þann 20. júní 2024. Frávik frá þeim dagsetningum koma fram á gangnaseðlum.
- Undanþága frá fjallskilum
Samkvæmt fjallskilasamþykkt er hverri fjallskiladeild heimilt að veita þeim, sem hafa fé sitt í sauðheldum girðingum sumarlangt, undanþágu frá fjallskilum að hluta eða öllu leyti. Ein umsókn hefur borist í ár um undanþágu.
Fjallskilanefnd samþykkti að í ár verði ekki veitt undanþága frá fjallskilum eins og verið hefur síðustu tvö ár.
- Viðhald fjárrétta
Rætt um stöðu mála varðandi ásigkomulag og viðhald fjárrétta.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:35