Fjallskilanefnd fundur nr. 33

10.08.2022 20:00

Fjallskilanefnd Hörgársveitar

33. fundur

Fundargerð 

Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Arnar Ingi Tryggvason formaður, Jónas Þór Jónasson varaformaður, Agnar Þór Magnússon, Davíð Jónsson og Egill Már Þórsson nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Álagning gangnadagsverka

Lögð fram drög að álagningu fjallskila haustið 2022. Nefndin fór yfir drögin og gerði á þeim breytingar. Heildarfjöldi gangnadagsverka er 393. Samkvæmt síðustu forðagæsluskýrslu er alls um að ræða 6.902 kindur, sem er fækkun um 235 frá fyrra ári. Meðaltalsfjöldi kinda í dagsverki er því 17,6.

Fjallskilanefnd samþykkti framlögð drög að álagningu fjallskila haustið 2022, með þeim breytingum sem gerðar voru á þeim á fundinum.

 

2. Tímasetning gangna og rétta haustið 2022, frávik

Rætt um tímasetningu gangna.  Tímasetning gangna var samþykkt á fundi nefndarinnar þann 29. júní 2022.  Frávik frá þeim dagsetningum koma fram á gangnaseðlum.

 

3. Fundur með Skagfirðingum

Fulltrúar Hörgársveitar og Skagafjarðar hittust á fundi í Þelamerkurskóla þann 9. ágúst 2022 til að fara yfir sameiginleg mál varðandi fjallskil, gangnamál, girðingar og fleira.

Meðal annars var ákveðið að framlengja fyrri samning um eitt ár með smávægilegum breytingum og stefna að uppsetningu á girðingu og rimlahliði á Öxnadalsheiði fyrir næsta vor.

 

4. Viðhald fjárrétta

Rætt um stöðu mála varðandi ásigkomulag og viðhald fjárrétta.

 

5. Fundir um fjallskilamál

Ákveðið var að halda þrjá opna fundi um fjallskilamál.

Glæsibæjardeild miðvikudaginn 17. ágúst kl. 20:00 í Þelamerkurskóla

Skriðu- og Öxnadalsdeild fimmtudaginn 18. ágúst kl. 20:00 að Melum

Arnarnesdeild föstudaginn 19. ágúst kl. 20:00 í Þelamerkurskóla.

 

6. Erindi til fjallskilanefndar og sveitarstjórnar

Nefndinni barst tölvupóstur frá Guðmundi Skúlasyni er varðar fjallskil.  Nefndin fór yfir bréfið og ræddi erindið.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:45