Fjallskilanefnd, fundur nr. 3 - 2006

21.08.2006 00:00

Mánudagskvöldið 21. ágúst 2006 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka mættir: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.

Einnig sat oddviti Helgi Steinsson hluta fundarins.

 

     Eftirfarandi bókað á fundinum:

 

1.      Skrifað undir fundargerð síðasta fundar.

 

2.      Endanleg tímasetning gangna og rétta: Í Glæsibæjardeild, Syðri-Bægisárdal og neðri hluta Skriðudeildar fram að Barká verða fyrstu göngur laugardaginn 9. sept. Réttað verður í Þórustaðarétt og Þorvaldsdalsrétt síðdegis sama dag auk nokkurra heimarétta. Í Sörlatungu verða fyrstu göngur sunnudaginn 10. sept. og í fremri hluta Skriðudeildar og Öxnadal verða fyrstu göngur frá miðvikudeginum 13. sept. til sunnudagsins 17. sept. Réttað verður í Staðarbakkarétt föstudaginn 15. sept. kl. 10 f.h. og Þverárrétt í Öxnadal mánudaginn 18. sept. kl. 10 f.h. Þessa gangnadaga er líka réttað í fjórum heimaréttum. Seinni göngur verða yfirleitt viku seinna nema í Glæsibæjardeild og Syðri-Bægisárdal líður hálfur mánuður á milli gangna.

 

3.      Farið var yfir niðurröðun gangnadagsverka sem fjallskilastjóri var búinn að forvinna og gerðar smávægilegar breytingar. Áætlað að koma aftur saman til að ganga endanlega frá gangnaseðlum o.fl.

 

4.      Ákveðið í samræmi við niðurstöðu fundar með hreppsnefnd Akrahrepps þann 27. apríl 2006, að nú í haust og þar til annað verður ákveðið verði fé af Almenningi og Seldal smalað vestur Öxnadalsheiði og réttað í Silfrastaðarétt. Skipting gangnadagsverka verði jöfn 14 frá hvoru sveitarfélagi Hörgárbyggð og Akrahreppi. Einnig verði mörkum Seldalsgangnasvæðis og Vatnsdalsgangnasvæðis breytt þannig að þau verði um Gilsgilið.

 

5.      Talin er þörf á að fjölga um eitt dagsverk í Fagranesfjalli í fyrstu göngum. Fjallskilanefnd samþykkir það.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 01:00.