Fjallskilanefnd, fundur nr. 29

28.04.2021 20:00

Fjallskilanefnd Hörgársveitar

29. fundur

Fundargerð 

Miðvikudaginn 28. apríl 2021 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jónas Þór Jónasson formaður, Jósavin Gunnarsson, Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Davíð Jónsson, og Arnar Ingi Tryggvason nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Tímasetning gangna haustið 2021 og fyrirkomulag fjallskila

Fjallskilanefnd ræddi um tímasetningu gangna haustið 2021 og fyrirkomulag fjallskila.

Fjallskilanefnd samþykkti að fyrstu göngur haustið 2021 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 8. september til sunnudagsins 12. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar. Frávik frá þessum dagsetningum ef til koma, verða kynnt tímanlega. Dalvíkurbyggð verði kynntar þessar tímasetningar.

2. Fundur með Skagfirðingum, smölun, girðingamál, samningur ofl.

Tveir fulltrúar úr fjallskilanefnd ásamt oddvita og sveitarstjóra áttu fund með fulltrúum Akrahrepps 20.apríl sl. þar sem varið var yfir fjallskilamál m.a. með tilliti til riðuveiki sem upp hefur komið í Akrahreppi.

Nefndin ræddi um frekara samstarf við smölun á Hörgárdalsheiði og möguleika á nýrri staðsetningu á rimlahliði og girðingu í Öxnadal. Þá fór nefndin yfir samning sveitarfélaganna frá 2012 sem þarfnast endurskoðunar.

3. Fjallsgirðingar

Umræður um viðhald fjallsgirðinga.

Fjallskilanefnd samþykkti að beina því til sveitarstjórnar að fá álit lögfræðings á því hvað sé hægt að gera til að knýja á um að landeigendur haldi við fjallsgirðingum.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:40