Fjallskilanefnd, fundur nr. 27
Fjallskilanefnd Hörgársveitar
27. fundur
Fundargerð
Þriðjudaginn 1. september 2020 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Jónas Þór Jónasson formaður, Jósavin Gunnarsson, Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Davíð Jónsson, og Arnar Ingi Tryggvason nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Skipulag gangna og rétta 2020 í Hörgársveit í ljósi covid-19
Lögð frm samþykkt sveitarstjórnar frá 27.8. s.l. þar sem fjallskilanefnd er falið fullnaðar vald til að útfæra reglur og framkvæmd sóttvarna í göngum og réttum í samræmi við útgefnar leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 – hættustig almannavarna. Uppfærðar leiðbeiningar frá 31.8.2020 lagðar fram og ræddar.
Fjallskilanefnd samþykkti reglur, tilmæli og vinnulag sem kynnt verður.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:55