Fjallskilanefnd, fundur nr. 23

20.05.2019 20:00

Fjallskilanefnd Hörgársveitar

23. fundur 

Fundargerð

Mánudaginn 20. maí 2018 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Þór Jónsteinsson formaður, Jónas Þór Jónasson, Davíð Jónsson, Jósavin Gunnarsson og Arnar Ingi Tryggvason nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson, sveitar-stjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.Kosning varaformanns

Nefndin tilnefndi Jósavin Gunnarsson sem varaformann nefndarinnar.

2. Tillaga að vinnureglum um fyrirkomulag á hagagöngu hrossa í Laugalandsheiði

Lögð fram tillaga að vinnureglum.

Fjallskilanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að vinnureglurnar verði samþykktar og kynntar hlutaðeigandi.

3. Tímasetning gangna haustið 2019

Lögð fram samþykkt frá Dalvíkurbyggð um dagsetningar gangna þar haustið 2019. Fjallskilanefnd ræddi um tímasetningu gangna haustið 2019.

Fjallskilanefnd samþykkti að fyrstu göngur haustið 2019 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 11. september til sunnudagsins 15. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar.  Frávik frá þessum dagsetningum ef til koma, verða kynnt tímanlega. Dalvíkurbyggð verði kynntar þessar tímasetningar.

4. Umsóknir um heimild til uppreksturs annarra en eiganda viðkomandi lands

Lagður fram listi yfir framkomnar umsóknir um heimild til uppreksturs.

5. Önnur mál er varðar fjallskil og gangnamál

Formanni falið að ræða við fulltrúa Akrahrepps um skipulag gangna 2019.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:10