Fjallskilanefnd, fundur nr. 2 - 2006

26.06.2006 00:00

Mánudagskvöldið 26. júní 2006 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka mættir: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.

 

Eftirfarandi bókað á fundinum:

 

1.      Skrifað undir fundargerðir síðustu tveggja funda.

2.      Nú á nýhöfnu kjörtímabili ætlar fjallskilanefnd að leggja fjallskil á eftir sömu vinnureglum og undanfarin ár.

3.      Tímasetning gangna haustið 2006 rædd. Fjallskilanefnd stefnir á að göngum í Glæsibæjardeild, Syðri-Bægisárdal og neðri hluta Skriðudeildar verði flýtt um viku, annars staðar verði gengið á réttum tíma í 22. viku sumars. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær gengið verður í Arnarneshreppi, ef göngum verður ekki flýtt þar þarf að endurskoða gangnatíma í neðrihluta Skriðudeildar.

4.      Fjallskilanefnd leggur til við sveitarstjórn:

         · að hækka viðmiðunarverð fasteignamats, fyrir þá sem eru undanþegnir fjallskilum fyrir land úr kr. 200.000 í kr. 250.000.

         · að greiðsla fyrir gangnadagsverk hækki úr kr. 9.000 í kr. 10.000.

         · að hjá þeim sem ekki sinna sinni gangnaskyldu eins og lagt er á þá verði innheimtar kr. 15.000 fyrir hvert gangnadagsverk.

5.      Ákveðið að veita einstökum fjáreigendum ekki undanþágu frá gangnaskyldu sinni fyrir fé, nema þeir hafi allt sitt fé í sauðheldum girðingum sumarlangt.               

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 23:00.