Fjallskilanefnd, fundur nr. 2

16.08.2010 20:30

Mánudaginn 16. ágúst 2010 kl. 20:30 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á Staðarbakka. Allir nefndarmenn mættir: Aðalsteinn H Hreinsson, Guðmundur Skúlason, Helgi B. Steinsson, Jósavin Gunnarsson og Stefán L. Karlsson. Einnig sat fundinn Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri Hörgársveitar.

 

     Eftirfarandi bókað á fundinum:

 

1.    Fundargerð síðasta fundar undirrituð.

 

2.    Fjallskilastjóri lagði fram nýja fundargerðarbók, skal í hana skrá fundi nefndarinnar. Það er númer fundar, hvar og hvenær hann er haldinn og að fundargerðin sé færð í tölvu. Mættir undirrita svo þessar upplýsingar hverju sinni.

 

3.    Fjallskilastjóri greindi frá því að hann hafi þann 4. ágúst sl. afhent sveitarstjóra Hörgársveitar gögn er varða störf fjallskilanefndar Hörgárbyggðar: Fundargerðir nefndarinnar, allt frá 1. fundi nefndarinnar þann 20. júní 2001 til þess síðasta sem haldinn var 16. mars 2010, alls 44 fundir. Einnig öll fjallskilaboð frá starfstíma nefndarinnar, sem og bréf og fl. er við kom nefndarstarfinu. Þá afhenti hann einnig fjórar fjallskilabækur Skriðuhrepps, sem ná yfir nær alla tuttugustu öldina, er í þeim að finna mikinn fróðleik um fjallskil í Skriðuhreppi. Þessum gögnum verður komið á Héraðsskjalasafn Eyjafjarðar.

 

4.    Farið var yfir hvað æskilegt er að ræða við forsvarsmenn fjallskila í Akrahreppi á fundi með þeim, sem áformað er að halda á næstunni.

 

5.    Guðmundur sveitarstjóri kynnti drög að erindisbréfi fyrir fjallskilanefnd Hörgársveitar. Farið var yfir drögin lið fyrir lið og sveitarstjóri skráði hjá sér það sem nefndarmönnum þótti betur mega fara í þeim.

 

6.    Fjallskilastjóri lagði fram drög að álagningu fjallskila á komandi hausti. Nokkrar umræður urðu, einkum um undirmönnun einstakra gangnasvæða. Ákveðið að endanleg álagning bíði næsta fundar.

 

Fleiri ekki bókað og fundi slitið kl. 23:38.