Félagsmála- og jafnréttisnefnd, fundur nr. 7

08.11.2012 16:00

Fimmtudaginn 8. nóvember 2012 kl. 16:00 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Elisabeth J. Zitterbart, Bragi Konráðsson, Jóhanna María Oddsdóttir, Sigmar Bragason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fjárhagsrammi 2013

Gerð grein fyrir þeim fjárhagsramma sem nefndinni ber að vinna með vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013, sbr. 9. gr. erindisbréfs nefndarinnar. Fjárhagsramminn er 20,5 millj. kr., skv. samþykkt sveitarstjórnar 20. júní 2012. Farið var yfir þau viðfangsefni sem heyra undir nefndina og lögð drög að áætlun um heildarfjárhæð fyrir hvert þeirra.

 

2. Tillaga til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sen búa á tveimur heimilum

Lögð fram til kynningar tillaga til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sen búa á tveimur heimilum.

 

3. Tillaga til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun

Lögð fram til kynningar tillaga til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 16:55.