Félagsmála- og jafnréttisnefnd, fundur nr. 6
Fundur félagsmála- og jafnréttisnefndar Hörgársveitar 11.09.2012
Mætt voru: Ásgrimur Bragi Konráðsson, Elisabeth Jóhanna Zitterbart, Jóhanna María Oddsdóttir, Sigmar Bragason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Fundur settur klukkan 20.00
1. Formaður nefndarinnar leggur fram til kynningar boðsbréf á landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður á Akranesi þann 14.09.2012
2.Tekinn verður til umfjöllunar beiðni jafnréttisstofu um afhendingu á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála í Hörgársveit. Ákveðið var að félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar fari í ákveðna gagnaöflun til að auðvelda sveitarstjóra vinnslu þessarar skýrslu. Í þeim tilgangi verður sent út bréf til stofnananna þriggja í Hörgársveit, sem hafa sett sér jafnréttisáætlun, þar sem beðið er um ákveðnar upplysingar.
Bréfið má sjá í viðhenginu.
Félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar leggur siðan til að sveitastjórinn skili jafnréttisstofu umbeðnri skýrslu eigi síður en 31.10.2012.
3.Fleira var ekki rætt.
Fundi slitið klukkan 21.35