félagsmála- og jafnréttisnefnd fundur nr. 23

19.11.2024 16:30

Félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar 23. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 kl. 16:30 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Sunna María Jónasdóttir formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Erla Björk Helgadóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fjárhagsáætlun 2025

Lögð fram og rædd tillaga að fjárhagsáætlun 2025 fyrir málaflokk 02 félagsþjónusta.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti áætlunina fyrir sitt leyti.

  1. Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra

Lögð fram og rædd drög að samningi níu sveitarfélaga um sameiginlega barnarverndar-þjónustu.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur að hálfu Hörgársveitar.

  1. Jafnlaunavottun Hörgársveitar

Lögð fram vottunarákvörðun þar sem fram kemur að iCert hafi veitt Hörgársveit vottunarskírteini jafnlaunavottunar með gildistíma til þriggja ára.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd lýsir yfir ánægju með jafnlaunavottun sveitarfélagsins.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:10