félagsmála- og jafnréttisnefnd fundur nr. 23
Félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar 23. fundur
Fundargerð
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 kl. 16:30 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Sunna María Jónasdóttir formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Erla Björk Helgadóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Fjárhagsáætlun 2025
Lögð fram og rædd tillaga að fjárhagsáætlun 2025 fyrir málaflokk 02 félagsþjónusta.
Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti áætlunina fyrir sitt leyti.
- Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra
Lögð fram og rædd drög að samningi níu sveitarfélaga um sameiginlega barnarverndar-þjónustu.
Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur að hálfu Hörgársveitar.
- Jafnlaunavottun Hörgársveitar
Lögð fram vottunarákvörðun þar sem fram kemur að iCert hafi veitt Hörgársveit vottunarskírteini jafnlaunavottunar með gildistíma til þriggja ára.
Félagsmála- og jafnréttisnefnd lýsir yfir ánægju með jafnlaunavottun sveitarfélagsins.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:10