Félagsmála- og jafnréttisnefnd fundur nr. 22
Mánudaginn 11. september 2023 kl. 17:30 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Sunna María Jónsdóttir formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Erla Björk Helgadóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Drög að samningi um málefni fatlaðs fólks og samningar um barnavernd
Lögð fram drög að samningi um málefni fatlaðs fólks en hann var til fyrri umræðu á síðasta sveitarstjórnarfundi. Jafnframt lagðir fram samningar um barnavernd. Þá var lögð fram samantekt um samningana frá KPMG sem er ráðgjafi sveitarfélagsins varðandi fyrirkomulag stoðþjónustu í félagsmálum.
Félagsmála- og jafnréttisnefnd áréttar mikilvægi þess að haft verði samráð við samstarfssveitarfélögin og að tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem að KPMG hefur við samningsdrögin um málefni fatlaðs fólks.
Þegar kemur að endurskoðun samninga um barnavernd verði tekið tillit til þeirra athugasemda KPMG sem gerðar voru við samningana.
2. Reglur og gjaldskrá vegna akstursþjónstu
Lögð fram drög að reglum og gjaldskrá vegna akstursþjónstu, en sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að vísa tillögunum til félagsmála- og jafnréttisnefndar til umfjöllunar.
Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti að mæla með því við sveitarstjórn að reglurnar verði teknar upp frá 1. janúar 2024. Tillaga að gjaldskrá verði í samræmi við það sem rætt var á fundinum.
3. Aðgengi fatlaðra
Rætt var um mikilvægi þess að aðgengi fatlaðra við íþróttamiðstöð og sundlaug verði bætt og úrbætur gerðar nú þegar.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:25