Félagsmála- og jafnréttisnefnd fundur nr. 21

18.04.2023 16:00

Þriðjudaginn 18. apríl 2023 kl. 16:30 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Sunna María Jónsdóttir formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Erla Björk Helgadóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Jafnréttisáætlun Hörgársveitar 2022-2026

Lögð fram drög að áætlun og breytingum á eldri áætlun.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að jafnréttisáætlun Hörgársveitar 2022-2026 verði samþykkt eins og hún liggur fyrir.

  1. Stoðþjónusta í velferðarmálum

Umræður um fyrirkomulag stoðþjónustu sveitafélagsins í velferðarmálum.

Sveitarstjóri kynnti umræður sem fram hafa farið á milli Akureyrarbæjar og nágrannasveitarfélaganna um endurnýjun á samningi um ráðgjafaþjónustu í velferðarmálum. Samningsdrög verða lögð fyrir nefndina þegar þau liggja fyrir.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:10