Félagsmála og jafnréttisnefnd fundur nr. 20

20.09.2022 14:30

Félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar

20. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 20. september 2022 kl. 14:30 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Sunna María Jónsdóttir formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Erla  Björk Helgadóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Erindisbréf nefndarinnar og fundartímar

Erindisbréf nefndarinnar lagt fram og kynnt.  Nefndin ákvað að fundartímar nefndarinnar væru að jafnaði á mánudögum kl. 15:00.

2. Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni.

Í kjölfar breytingar á barnaverndarlögum var lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Hörgársveit gerist aðili að samningnum.

3. Stoðþjónusta í félagsmálum

Rætt var um þá stoðþjónustu sem sveitarfélagið kaupir í dag af Akureyrarbæ í fræðslu- og velferðarmálum og hvort rétt væri að skoða aðra valkosti eins og t.d. samstarf við önnur sveitarfélög um sameiginlega skóla- og velferðarþjónustu. 

4. Jafnréttismál -  jafnlaunavottun

Jafnlaunaáætlun og jafnréttisáætlun sveitarfélagsins lagðar fram til kynningar og rætt um jafnlaunakerfi sem sveitarfélagið starfrækir og hefur fengið vottun á.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd ákvað að hefja endurskoðun á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins eins og gert er ráð fyrir í upphafi hvers kjörtímabils.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 15:45