Félagsmála- og jafnréttisnefnd fundur nr. 18

23.11.2021 20:00

Félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar

18. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 23. nóvember 2020 kl. 20:00 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Andrea R. Keel formaður, Kristbjörg María Bjarnadóttir og Ingibjörg Stella Bjarnadóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fjárhagsáætlun 2022

Lögð fram og rædd tillaga að fjárhagsáætlun 2022 fyrir málaflokk 02 félagsþjónusta.

Félags- og jafnréttisnefnd samþykkti áætlunina fyrir sitt leyti.

2. Samningur um öldrunarþjónustu

Rætt var um breytingar sem kunni að verða á samningi við Akureyrarbæ um öldrunarþjónustu með breytingum á eignarhaldi á húsnæði Öldrunarheimila Akureyrar.

Skoða mætti hvort rétt verði að gera samninga beint við þá aðila sem fara með rekstur öldrunarheimila á Akureyri.

3. Málefni vistheimilis á Hjalteyri

Nefndin ræddi þær upplýsingar sem fram hafa komið síðustu daga um málefni vistheimilis á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar.

Félags- og jafnréttisnefnd hvetur sveitarstjórn til að taka þessu máli af mikilli alvöru og styður þá skoðun sveitarstjórnar að fram fari opinber rannsókn að frumkvæði ríkins og að sveitarfélagið leggi slíkri rannsókn lið eins og kostur er.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 20:55