Félagsmála- og jafnréttisnefnd, fundur nr. 11
Félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar
11. fundur
Fundargerð
Fimmtudaginn 7. apríl 2016 kl. 15:00 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Bragi Konráðsson, Andrea R. Keel og Ingibjörg Stella Bjarnadóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit 2014-2018
Jafnréttisstofa sendi sveitarfélaginu athugasemdir og ábendingar við þá jafnréttisáætlun sem nefndin samþykkti á síðasta fundi. Farið var yfir athugasemdirnar og jafnréttisáætluninni breytt í samræmi við þær.
Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti fyrir sitt leyti framlagða jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit 2014-2018 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði tekin sem fyrst til afgreiðslu og staðfestingar að nýju.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 15.50