Reglur um greiðslur vegna vistunar barna

Reglur um greiðslur vegna vistunar barna

1. gr.

Foreldrar eða forráðamenn barna í Hörgársveit geta sótt um greiðslur vegna vistunar ungra barna hjá dagforeldri eða hjá foreldri í heimahúsi. Sækja skal um á til þess gerðu eyðublaði.

2. gr.

Viðkomandi barn skal hafa lögheimili í sveitarfélaginu.

Sé barn í vistun hjá dagforeldri, skal dagforeldrið hafa fullgilt leyfi til að reka daggæslu barna.

Greiðslur geta hafist við 9 mánaða aldur barns, en við 6 mánaða aldur í tilfelli einstæðs foreldris. Greiðslur skulu falla niður þegar barn byrjar skólagöngu í leikskóla, þó aldrei lengur en til 18 mánaða aldurs.

3. gr.

Greiðslur samkvæmt þessum reglum eru 32.000 kr. á mánuði, að undanskildum júlí-mánuði ár hvert, þá er ekki um greiðslur að ræða.

4. gr.

Greiðsla greiðist inn á bankareikning þess foreldra/forráðamanns sem er með sömu kennitölu og skráð fjölskyldunúmer barns skv. þjóðskrá. Sé barn í vistun hjá dagforeldri, skal framvísa afriti af greiddum reikningi fyrir daggæsluna áður en greiðsla skv. þessum reglum á sér stað.

Sé umsækjandi eða maki umsækjanda í vanskilum við Hörgársveit vegna leikskólagjalda og/eða reikninga tengdum grunnskólarekstri skal greiðsla skv. þessum reglum ganga til greiðslu þeirra.

5. gr.

Reglur þessar taka gildi 1. apríl 2011.

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar 9. mars 2011.

 

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ