Reglur um fyrirkomulag skólaaksturs

Reglur um fyrirkomulag skólaaksturs

1. gr. 

Reglur þessar taka til skipulags skólaaksturs nemenda í Þelamerkurskóla.

2. gr. 

Skólaakstur er í höndum verktaka, sem valdir eru eftir útboði eða með öðrum hætti sem sveitarstjórn ákveður. Í verksamningi skulu vera ákvæði um öryggi og velferð nemenda, svo og ákvæði um kröfur til bifreiða og bifeiðastjóra.

3. gr. 

Nemendur sem eiga lögheimili (eða hafa fasta búsetu) í 1.500 m fjarlægð eða meira frá skóla skulu eiga kost á skólaakstri.

4. gr.

Daglegur heildartími skólaaksturs, að meðtöldum biðtíma, skal að jafnaði ekki vera lengri en 120 mínútur.

5. gr.

Í dreifbýli eru biðstöðvar vegna skólaaksturs að jafnaði þar sem heimreið kemur að tengivegi eða stofnbraut.  Sé biðstöð lengra en 1.500 m frá íbúðarhúsi þar sem nemandi á heima í, skal viðkomandi biðstöð færð nær íbúðarhúsi. Staðsetning biðstöðva í þéttbýli skal ákveðin í upphafi hvers skólaári. Staðsetning biðstöðva í dreifbýli og þéttbýli skal kynnt í upphafi hvers skólaárs.

6. gr. 

Heimilt er að nýta almenningssamgöngur til skólaaksturs þar sem það á við.