Reglur um uppsetningu og viðhald ljósastaura við heimreiðar í Hörgárbyggð
Uppsetning
Hörgárbyggð lætur setja upp ljósastaura við heimreiðar í sveitarfélaginu að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Skrifleg umsókn til Hörgárbyggðar um uppsetningu ljósastaura hefur verið samþykkt af sveitarstjórn
- Gerður hefur verið skriflegur samningur milli sveitarfélagsins og eiganda viðkomandi húss þar sem m.a. er kveðið á um að:
- eigandinn skuldbindur sig til að greiða innkaup og uppsetningu annarra ljósastaura en endastaura
- eigandinn tekur ábyrgð á og kostnað af að unnt sé að tengja ljósastaura, á viðeigandi stað, í rafmagnstöflu hússins
- Hörgárbyggð er eigandi endastaura og rafstrengs sem tengir þá saman og að skriflegt leyfi Hörgárbyggðar þarf fyrir tilfærslu og öllum öðrum breytingum á endastaurum og streng
- eigandinn greiðir innkaup á rafmagni fyrir alla staura heimreiðarinnar.
Viðhald
Hörgárbyggð annast viðhald á þeim staurum sem sveitarfélagið á. Viðhald á öðrum staurum er á ábyrgð eiganda viðkomandi húss.
Viðhald ljósastaura fer fram þrisvar á ári, í mars, september og desember.
Sé þörf viðhalds á ljósastaurum í eigu Hörgárbyggðar skal skrifstofu sveitarfélagsins tilkynnt um það. Tilkynning vegna viðhalds í september skulu hafa borist fyrir 1. sept., tilkynningar vegna viðhalds í desember skulu hafa borist fyrir 1. des. og tilkynningar vegna viðhalds í mars skulu hafa borist fyrir 1. mars.
Viðhald á endastaurum og rafstrengjum utan ofangreinds tíma er á kostnað og ábyrgð viðkomandi húseiganda.
Samþykkt af sveitarstjórn 19. mars 2008
Eyðublað fyrir:
Samningur um ljósataura við heimreið