Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 67

24.11.2020 16:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

67. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 kl. 16:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir, Inga Björk Svavarsdóttir, Agnar Þór Magnússon og  Jónas Þór Jónasson (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Umhverfisstefna Hörgársveitar

Unnið að gerð umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Á fundinn mætti Sif Jóhannesdóttir sem tekið hefur að sér að vera verkefnastjóri við gerð umhverfisstefnunnar. 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Sif Jóhannesdóttir verði ráðin verkefnisstjóri og gerður verði samningur við hana um verkið.

2. Hjalteyri, deiliskipulag

Lögð fram frumdrög að breytingu á deiliskipulagi á Hjalteyri vegna nýrra lóða við Búðagötu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fela skipulagshönnuði að koma með tillögu að breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

3. Glæsibær, erindi frá landeigendum

Lagt fram erindi frá eigendum Glæsibæjar þar sem óskað er eftir að breytingu á framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á svæði E12.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlengja gildistíma framkvæmaleyfis til 30.9.2024.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindi um heimild til að nýta efni utan svæðisins í Glæsibæ verði hafnað.

4. Lóðir við Reynihlíð og Víðihlíð

Lögð fram erindi frá þremur aðilum sem lýsa yfir áhuga á að eiga viðræður um að fá lóðir til bygginga á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn í samræmi við gr. 3.4 í reglum um lóðaúthlutanir að ganga til viðræðna við eftirtalda aðila um uppbyggingu á hluta þeirra lóða sem verða byggingahæfar í 2. áfanga Reynihlíðar/Víðihlíðar á næsta ári:

a)    Bögg ehf. - Jón Örvar Eiríksson húsasmíðameistara

b)    Hamra byggingarfélag ehf - Helga Snorrason húsasmíðameistara

c)    Reyni Örn Hannesson húsasmíðameistara

Skipulags og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til viðræðna um lóðaúthlutanir á lóðum við Reynihlíð 17 og 19 við Bögg ehf,. Að rætt verði við Hamra byggingarfélag um úthlutun á lóðum við Víðihlíð. Jafnframt leggur nefndin til að í framhaldi af þeim viðræðum verði rætt við Reyni Örn Hannesson um hans erindi.

Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið.
5. Háls, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar að Hálsi í Öxnadal.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar.

6. Engimýri, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Engimýri III.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði fullunnin í samræmi við athugasemdir skipulags- og byggingarfulltrúa og að svo breytt skipulagstillagan verði samþykkt í kynningarferli skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7. Strandverðir Íslands, kynning

Lagt fram erindi frá félagasamtökunum Veraldravinir þar sem verkefnið Strandverðir Íslands er kynnt.

8. Umhverfisstofnun v. loftslagsmála

Handbók frá Umhverfisstofnun fyrir sveitarfélög um viðbragðsáætlanir til að draga úr loftmengun lögð fram.

9. Erindi frá HNE, umsögn vegna hundaræktar í Glæsibæ

Umsögn í framhaldi af grenndarkynningu sem framkvæmd var í samræmi við samþykkt á síðsta fundi.

Áform um hundarækt í Glæsibæ voru kynnt fyrir hagsmunaaðilum í næsta nágrenni bæjarins og hafa borist viðbrögð frá tveimur aðilum. Nefndin fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer:

1.erindi, sendandi Ólafur Aðalgeirsson f.h. GLB17 ehf.

Athugasemd: GLB17 leggur ríka áherlsu á að umgengni á og við umrædda lóð verði til fyrirmyndar áfram líkt og verið hefur eins vill GLB17 koma þeim sjónarmiðum á framfæri að hljóðtruflun vegna hundahalds verði takmörkuð eins og kostur er og hugað sérstaklega að nágrenni við verðandi íbúabyggð í því samhengi.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sjónarmiðum sendanda verði komið á framfæri við leyfisveitanda (Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra).

2.erindi, sendandi Ríkarður Hafdal

Athugasemd: Sendandi telur að gott lag hefur verið á hundahaldi í Glæsibæ hingað til og vel hafi verið haldið utan um starfsemina. Hann telur æskilegt að svo verði áfram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að sjónarmiðum sendenda verði komið á framfæri við leyfisveitanda (Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra).

10. Akureyrarbær ASK – Holtahverfi kynning

Lögð fram kynning á fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar vegna Holtahverfis.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við skipulagstillöguna.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:55