Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 60

29.10.2019 09:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

60. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 29. október 2019 kl. 9:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir, Agnar Þór Magnússon, Inga Björk Svavarsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Aðalskipulagsbreyting, skipulagslýsing

Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um umsagnir og athugasemdir sem bárust. Nefndin fjallaði um umsagnir sem bárust vegna skipulagslýsingar fyrir breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024.

Skipulags- og umhverfisnefnd samykkti að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði breytingartillaga á grundvelli umsagnanna sem tekur til efnistökuskilmála í Hörgá, efnistöku á Hlöðum, íbúaspár, fráveitu frá Lónsbakka,skógræktarsvæða og breytinga er varðar Hörgárdalsveg og að tillögunni verði vísað í lögformlegt kynningar- og auglýsingarferli skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Hjalteyrarlögn, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi frá Norðurorku þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitulögn frá Ósi að Skjaldarvík á grundvelli framlagðra gagna.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmda-leyfið verði veitt.

3. Ós, umsókn um stöðuleyfi

Lagt fram erindi frá eigendum að Ósi þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir gám í samræmi við framlagðan uppdrátt.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að stöðuleyfið verði veitt.

4. Garðshorn, umsókn um heimild fyrir byggingareit

Lagt fram erindi frá eigendum Garðshorns Þelamörk ásamt fylgigögnum þar sem sótt er um samþykki fyrir byggingareit fyrir frístundahús.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

Agnar Þór Magnússon vék af fundi undir þessum lið.

5. Hörgárdalsvegur, erindi frá Vegagerðinni vegna reiðvegar

Lagt fram erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir að afstaða verði tekin til þess hvar reiðvegur skuli vera á aðalskipulagi við breytingu á legu Hörgárdalsvegar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að með aðalskipulagsbreytingu verði gert ráð fyrir reiðvegi samhliða væntanlegu vegstæði.

6. Lækjarvellir 7, ósk um breytingu á deiliskipulagi

Lagt fram erindi frá lóðarhafa þar sem sótt er um að heimild til breytingar á deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að unnin verði breytingartillaga á grunvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingin telst óveruleg með hliðsjón af viðmiðum í gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og skal breytingartillögunni því vísað í grenndarkynningu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði skilyrt við það að bæði húsin sem tilgreind eru í umsókn verði reist samtímis og að breytingin verði ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar lóðir á skipulagssvæðinu.

7. Kaffihús Hjalteyri, erindi vegna skipulagsskilmála

Lagt fram erindi frá Ásdísi Sigurðardóttur þar sem sótt er um að skipulagsskilmálum lóðarinnar verði breytt þannig að hægt verði að breyta húsnæðinu úr atvinnuhúsnæði yfir í íbúðarhúsnæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.

8. Moldhaugar skemma, skipulagsbreyting

Lagður fram skipulagsuppdráttur í samræmi við afgreiðslu málsins á síðasta fundi nefndarinnar.

9. Umhverfisstefna Hörgársveitar

Formaður kynnti hugmyndir um gerð umhverfisstefnu Hörgársveitar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að farið verði í gerð umhverfisstefnu fyrir Hörgársveit.

10. Söfnun á lífrænum úrgangi

Umræður um söfnuná lífrænum úrgangi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að farið verði í söfnun á lifrænum úrgangi jafnhliða sorpsöfnun með áherslu á söfnun í þéttbýli sem fyrstu skref.

11. Nonni travel, kolefnisjöfnun

Lagt fram erindi þar sem viðraðar eru hugmyndir um hugsanlega samvinnu um trjáræktarverki til kolefnisjöfnunar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að rætt verði við bréfritara.

12. Norðurorka, deiliskipulagslýsing

Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatímabili skipulagslýsingar.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagshönnuði að hafa hliðsjón að umsögnunum við gerð skipulagstillögu.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:20