Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 64

09.06.2020 09:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

64. fundur 

Fundargerð

Þriðjudaginn 9. júní 2020 kl. 9:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir, Ásgeir Már Andrésson (í fjarfundi), Inga Björk Svavarsdóttir og Ólöf Harpa Jósefsdóttir (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Arnarnes, umsókn um skráningu lóðar

Lögð fram umsókn ásamt uppdrætti frá Norðurorku um afmörkun og skráningu lóðar úr landi Arnarness.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimild verði veitt til að skrá 9.621 fm lóð út úr landi Arnarness L-152294 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Lóðin fái heitið Arnarnes lóð 8.

2. Umsókn um lóðir Hjalteyri

Lögð fram umsókn ásamt fylgigögnum þar sem sótt er um tvær samlyggjandi lóðir á Hjalteyri við hlið kaffihúss.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að umsókninni verði hafnað þar sem fyrirhuguð bygging samræmist ekki fyrirliggjandi deiliskipulagi sjá kafla 3.1.1. í greinargerð deiliskipulags.

3. Umsókn um lóðina Búðagötu 6, Hjalteyri

Lögð fram umsókn þar sem sótt  er um lóðina Búðagötu 6, Hjalteyri.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Lene Zachariassen kt. 240661-7649 og Páli Rúnari Pálssyni kt. 131261-3309 verði úthlutuð lóðin nr. 6 við Búðagötu á Hjalteyri.

4. Bréf v. lóðarinnar Búðagata 9, Hjalteyri

Lagt fram bréf frá lóðarhöfum þar sem lýst er áformum um byggingu á lóðinni ásamt tímasettri framkvæmdaáætlun.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að gefa frest til framkvæmda í samræmi við innsenda áætlun.  Fresturinn verði endurskoðaður í samræmi við framvindu í síðasta lagi í júní 2021.

5. Syðri-Reistará, umsókn um skráningu lóða

Lögð fram umsókn ásamt uppdrætti frá landeiganda þar sem óskað er eftir afmörkun og skráningu lóða úr landi Syðri-Reistarár.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimild verði veitt til að skrá tvær lóðir út úr landi Syðri-Reistarár L152345 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.  Lóðirnar fái heitið Syðri-Reistará 3 og Syðri-Reistará 6.  Bent er á að ekki er heimilt að standi fleiri en 3 einbýlishús á hverri jörð stærri en 25 ha. Ef um fleiri einbýlishús er að ræða þarf að deiliskipuleggja svæðið.

6. Skógrækt í landi Hallfríðarstaða, umsögn vegna matskyldufyrirspurnar

Erindið lagt fram ásamt fylgigögnum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að þar sem kynntar fyrirætlanir um skógrækt í landi Hallfríðarstaða samrýmist aðalskipulagi sveitarfélagsins og þurfi ekki í umhverfismat.

7. Brekkuhús 3 a, breyting

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til byggingar svala við húsið.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt þar sem áformin stangist ekki á við fyrirliggjandi deiliskipulag. 

8. Glæsibær, framkvæmdaleyfi

Lagðar fram framkvæmdisleyfisumsóknir vegna efnistöku og gatnagerðar í landi Glæsibæjar frá eiganda, GBL17 ehf.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimilt verði að veita framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku til eigin nota í landi Glæsibæjar á skilgreindu námusvæði fyrir allt að 25.000 m3 á tímabilinu 15. júní 2020 til 30. júní 2021.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimilt verði að veita framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og lagnavinnu þegar samþykkt hönnunargögn og undirritaðir samningar við Hörgársveit um uppbyggingu og þjónustu liggja fyrir.

9. Eyrarbakki Hjalteyri, ósk um breytingar á skipulagi

Lögð fram umsókn ásamt fylgigögnum frá eigendum Eyrarbakka, Hjalteyri með ósk um

heimild til að vinna deiliskipulag og að breyta aðalskipulagi á jörðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimild verði veitt til gerðar deiliskipulags og umsækjendum verði veitt heimild til að láta vinna tilheyrandi breytingu á aðalskipulagi á sinn kostnað í samvinnu við sveitarfélagið. Bent er á að nú þegar liggur fyrir leyfi fyrir einu einbýlishúsi á landinu.

10. Dagverðareyri, stöðuleyfi

Lagt fram erindi þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir frístundahús.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að heimilt verði að veita stöðuleyfi til eins árs.

11. Ytri-Bægisá, stöðuleyfi

Lagt fram erindi ásamt uppdrætti þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir færanlegan bragga og gám.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að heimilt verði að veita stöðuleyfi til eins árs.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:10