Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 62

25.02.2020 09:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

62. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 kl. 9:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir, Agnar Þór Magnússon, Ólöf Jósepsdóttir (vm) og Einar Þórðarson (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Aðalskipulagsbreyting

Lagður fram uppdráttur og greinargerð með breytingum sem gerðar hafa verið í kjölfar yfirferðar Skipulagsstofnunar. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa er varðar svör við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Minnisblaðið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum verður sent Skipulagsstofnun.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst samkv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Glæsibær, aðalskipulagsbreyting og tillaga að deiliskipulagi

Lagður fram uppdráttur og greinargerð að breytingu á aðalskipulagi er varðar íbúðabyggð í landi Glæsibæjar.  Þá var lagður fram uppdráttur og greinargerð deiliskipulagstillögu íbúðabyggðar í landi Glæsibæjar. Tekið saman minnisblað nefndarinnar með athugasemdum við aðalskipulags- og deiliskipulagstillögurnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi, að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar, verði auglýst samkv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auk þess samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að leggja til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi, að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar, verði auglýst samkvæmt 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Hjalteyri, deiliskipulagstillaga á vinnslusvæði Norðurorku

Lögð fram deiliskipulagstillaga á vinnslusvæði Norðurorku á Hjalteyri ásamt fylgigögnum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst samkvæmt 41gr skipulagslaga nr. 123/2010.

4. Gásir, skipulagslýsing deiliskipulags

Lögð fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Gása frá Minjastofnun Íslands ásamt fylgigögnum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt samkv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda verði upplýsinum um stærð bygginga og staðsetningu bætt við lýsinguna fyrir kynningu.

5. Lækjarvellir, deiliskipulagsbreyting

Lagður fram uppdráttur vegna Lækjarvalla 2, þar sem lagt er til að deiliskipulagi verði breytt á þann hátt að lóðinni verði skipt upp í tvær eða þrjár lóðir.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðinni Lækjarvöllum 2 verði skipt í 3 lóðir skv. tillögu sem fyrir fundinum liggur, enda liggi fyrir samþykki landeiganda. Breytingin telst óveruleg í skilningi 2. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisnefnd telur einsýnt að breytingin varði ekki hagsmuni annara lóðhafa að neinu leyti og leggur því til við sveitarstjórn að fallið verði frá grenndarkynningu.

6. Reynihlíð 15, deiliskipulagsbreyting

Lóðarhafi hefur óskað eftir breytingu á deiliskipulagskilmálum, en í dag er gert ráð fyrir á lóðinni 5 raðhúsaíbúðum með bílskúr við hverja íbúð samtals byggingarmagn 800 fm. Lagðar fram  hugmyndir frá lóðarhafa sem gera ráð fyrir 6 raðhúsaíbúðum, 2 með bílskúr og 4 án bílskúrs, samtals byggingarmagn 645 fm.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmd verði deiliskipulagsbreyting þannig að heimilt verði að byggja 6 herbergja raðhús í stað 5 eins og nú er og að fallið verði frá kvöð um að bílgeymsla skuli vera við hverja íbúð. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur á það áherslu að vandað verði til lóðarhönnunar og að gera skuli ráð fyrir einu bílastæði framan við hverja íbúð en afgangurinn af vesturlóð skuli skipulögð sem útivistar og dvalarsvæði íbúa hússins. Auk þess skuli fjórum bílastæðum til viðbótar til sameiginlegra nota íbúa Reynihlíðar 15 bætt við í suðurenda lóðarinnar.

Umrædd breyting tekur einungis til Reynihlíðar 15 og telur skipulags og umhverfisnefnd að breytingin teljist óveruleg í skilningi 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin skal grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga og er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar skv. 3. mgr. sömu lagagreinar. Erindið telst samþykkt ef engin andmæli berast á grenndarkynningartímabili.

7. Skógarhlíð 13, umsóknir um lóð

Tvær umsóknir bárust.  Frá Árna Gunnlaugssyni annarsvegar og Jónasi M Ragnarssyni og Aðalheiði Eiríksdóttur hinsvegar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að boða til fundar þar sem lóðinni verði úthlutað með útdrætti samkvæmt gr. 3.1.2. í reglum um lóðaveitingar í Hörgársveit.

8. Umhverfisstefna Hörgársveitar

Umræður um framhald vinnu við umhverfisstefnu og lagðir fram umræðupunktar frá formanni. Ákveðið var að halda vinnufund nefndarinnar um stefnuna að Hrauni 29.3.2020 kl. 9:00.

9. Umhverfisverðlaun Hörgársveitar

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti hver hlyti umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2020.

10. Laugaland, deiliskipulag

Rætt um deiliskipulag að Laugalandi á Þelamörk.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að vegna fyrirhugaðra breytinga á heimavistarálmu við Þelamerkurskóla verði unnin deiliskipulagstillaga fyrir Laugaland á Þelamörk ef auðsýnt er að fyrirhugaðar breytingar kalli eftir deiliskipulagi á svæðinu.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 12:15