Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 61

13.12.2019 09:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

61. fundur

Fundargerð

Föstudaginn 13. desemer 2019 kl. 9:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir, Inga Björk Svavarsdóttir, Ásgeir Már Andrésson og Sigríður Guðmundsdóttir (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Aðalskipulagsbreyting, kynning

Tillaga á vinnslustigi að breytingu á aðalskiplagi Hörgársveitar 2012-2024 var kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2020 á opnum fundi í Hlíðarbæ þann 4. desember síðastliðinn. Í kjölfarið var almenningi gefinn frestur til að koma ábendingum og athugasemdum á framfæri við sveitarfélagið. Þrjú erindi bárust á kynningatímabili skipulagstillögu á vinnslustigi og fjallar skipulags- og umhverfisnefnd fjallar um erindin í þeirri röð sem á eftir fer:

  1. erindi: Sendandi Guðmundur H. Gunnarsson.

Athugasemd a) Sendandi telur óþarft að útgáfa framkvæmdaleyfis til efnistöku í Hörgá sé skilyrt við að jákvæð umsögn Fiskistofu liggi fyrir, enda sé efnistaka í veiðivötnum háð samþykki Fiskistofu skv. lögum um lax og silungsveiði.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að ákvæði um jákvæða umsögn Fiskistofu tryggi að breytt aðalskipulag tryggi veiðihagsmuni með jafn góðum hætti og ákvæði gildandi aðalskipulags. Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki að athugasemdin gefi tilefni til breytinga á skipulagstillögu.

Athugasemd b) Sendandi gerir athugasemdir við orðalag í sérákvæði um efnistöku í Hörgá, þar sem m.a. eru skilmálar um framkvæmd efnistöku.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemdin gefi ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögu að svo komnu máli.

  1. erindi: Sendandi Fiskistofa

Athugasemd a) Sendandi bendir á að í raun sé óþarft að útgáfa framkvæmdaleyfis til efnistöku í Hörgá sé skilyrt við að jákvæð umsögn Fiskistofu liggi fyrir, enda sé efnistaka í veiðivötnum háð samþykki Fiskistofu skv. lögum um lax og silungsveiði. Sveitarfélagið getið þó valið að hafa skilmálann til staðar án þess að það komi að sök.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að ákvæði um jákvæða umsögn Fiskistofu tryggi að breytt aðalskipulag tryggi veiðihagsmuni með jafn góðum hætti og ákvæði gildandi aðalskipulags. Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki að athugasemdin gefi tilefni til breytinga á skipulagstillögu.

Athugasemd b) Fiskistofa bendir á að umfangsmikil efnistaka kunni að snerta margvíslega hagsmuni, s.s. ásýnd lands og ímynd sveitarfélags, og varar sveitarfélagið við að einskorða skilyrði fyrir framkvæmdaleyfi við jákvæða umsögn stofnunarinnar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að texta greinargerðar skuli breytt þannig að útgáfa framkvæmdaleyfis skuli skilyrt við að fyrir liggi „umsögn Fiskistofu“ í stað „jákvæðrar umsagnar Fiskistofu“ líkt og kynnt skipulagstillaga gerir ráð fyrir.

  1. erindi: Sendandi Ólafur Aðalgeirsson

Athugasemd a) Sendandi leggur til að breyting verði gerð á legu reiðleiðar meðfram vegi 818:

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að reiðleið verði hliðrað yfir þjóðveg 818 og þveri veginn nálægt gatnamótum við þjóðveg 1.

Athugasemd b) Sendandi gerir athugasemd við að efnistökusvæði í Glæsibæ, sem sé ekki fært inn á aðalskipulag á sama hátt og efnistökusvæði á Hlöðum.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að í aðalskipulagi sveitarfélagsins komi fram stefna um að fækka efnistökustöðum í sveitarfélaginu, með það að markmiði að í sveitarfélaginu verði færri en stærri efnistökusvæði. Fækkun efnistökusvæða við gildistöku skipulagsins styðst við þessa stefnu. Við gildistöku skipulagsins var hinsvegar framkvæmdaleyfi í gildi til efnistöku við Hlaðir og breytingartillaga nú veitir heimild til að ljúka þeirri efnistöku sem heimil var skv. framkvæmdaleyfi. Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki að athugasemdin gefi tilefni til breytingar á skipulagstillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 verði samþykkt í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem tilgreindar eru í afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum 2 b) og 3 a).

2. Svæðisskipulag Eyjafjarðar, erindi

Lagt fram erindi er varðar breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar, skipulagstillaga og umhverfisskýrsla.

Skipulags- og umhverfisnefnd samykkti að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa framlagða breytingartillögu við svæðisskipulag Eyjafjarðar ásamt umhverfisskýrslu.

3. Efnistaka úr Hörgár svæði 2, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi er varðar umsókn um framkvæmdaleyfi ásamt fylgigögun um efnistöku úr Hörgá á svæði 2.

Skipulags- og umhverfisnefnd samykkti að fresta afgreiðslu umsóknar þar til breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins hafa tekið gildi

4. Efnistaka úr Hörgár svæði 6, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi er varðar umsókn um framkvæmdaleyfi ásamt fylgigögun um efnistöku úr Hörgá á svæði 6.

Skipulags- og umhverfisnefnd samykkti að fresta afgreiðslu umsóknar þar til breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins hafa tekið gildi.

5. Engimýri 3, deiliskipulag

Lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að deiliskipuleggja 2,8 ha viðskipta- og  þjónustulóð að Engimýri 3, landnúmer 197156.

Skipulags- og umhverfisnefnd samykkti að leggja til við sveitarstjórn að landeiganda verði heimilað að vinna deilskipulag og kallar eftir að lögð verði fram skipulagslýsing á grundvelli 2. málsgr. 38. gr. skipulagslaga.  Skipulagsfulltrúa er falið að annast kynningu skipulagslýsingar og að heimilað verði að auglýsing skipulagstillögu fari fram samkvæmt 41. gr skipulagslaga, ef ekki berast veigamiklar athugasemdir við lýsingu.

6. Sveitarfélagið Skagafjörður, lýsing v. aðalskipulags

Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulags- og umhverfisnefnd samykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við lýsinguna.

7. Ytri-Bægisá, landskipti

Lagt fram erindi frá eigendum lnr. 152507 og 152509 þar sem óskað er eftir staðfestingu Hörgársveitar samkv. jarðarlögum á samningi um landskipti og skiptingu á óskiptu landi jarðanna.

Skipulags- og umhverfisnefnd samykkti að leggja til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt samkvæmt fyrirliggjandi hnitsettum uppdrætti.

8. Áform um skógrækt

Umræður um áform um skógrækt á Ytri-Bægisá, Hálsi og Hallfríðarstöðum og framkvæmd skógræktar almennt í sveitarfélaginu.

9. Glæsibær, viljayfirlýsing

Lögð fram til kynningar undirrituð viljayfirýsing um skipulagsvinnu í landi Glæsibæjar, sem samþykkt var á síðasta sveitarstjórnarfundi.

10. Umhverfisstefna Hörgársveitar

Umræður um framhald vinnu við umhverfisstefnu.

11. Umsókn um lóðir Hjalteyri

Lagt fram erindi frá Páli Rúnari Pálssyni og Lene Zachariassen þar sem þau sækja um tvær atvinnulóðir á Hjalteyri, nánar tiltekið lóðina sem stendur austan við Eyri (gamla kaffihús Lísu), og litlu lóðina þar beint norður af.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að rætt verði við umsækjendur.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:56