Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 58

18.06.2019 09:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

58. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 18. júní 2019 kl. 9:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Ásgeir Már Andrésson, Jóhanna María Oddsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir (vm) og Jónas Þór Jónasson (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Svæðisskipulag, tillaga vegna flutningslína raforku, kynning

Lögð var fram tillaga sem er í kynningu, ásamt umhverfisskýrslu. 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að vinna verði hafin við að lagnaleiðir flutningslína raforku um sveitarfélagið fái skipulagslega umfjöllum í samræmi við kafla 3.4.8 í aðalskipulagi Hörgársveitar.

2. Glæsibær, skipulag

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu mála eftir fund með Skipulagsstofnun.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði haldið áfram með vinnu við breytingu á aðalskipulagi fyrr en fyrir liggur samningur við landeigendur um uppbyggingu og þjónustu og umfang verkefnisins.

3. Hjalteyri, umræður um deiliskipulag

Lagðar fram hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi á Hjalteyri og rætt um hvort skoða eigi að breyta einbýlishúsalóðum í lóðir fyrir húsnæði fyrir orlofsíbúðir til útleigu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði tillaga um breytingu á deiliskipulagi Hjalteyrar í þá veru að lóðirnar nr. 4,5 og 6 við Brekkuhús verði breytt úr einbýlishúsalóðum í lóðir fyrir fjölbýli með smærri íbúðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi sbr. 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga þannig að lóðinni við Ásgarð verði breytt í þá veru að lóðarmörk að austan færist ofar og lóðarmörk að norðan færist í samræmi við það, þannig að stærð lóðar verði óbreytt þ.e.3.000 m2.

4. Norðurorka, lýsing vegna deiliskipulags á vinnslusvæði Hjalteyri

Lýsingin lögð fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að lýsingin verði kynnt samkv. 3. málsgr. 40. gr.skipulagslaga.  

5. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skólpstöð, skólplögn og bráðabirgðastíg við Lónsbakka

Umsóknin lögð fram ásamt uppdrætti.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt.

6. Tungusel, erindi um breytta notkun

Erindið lagt fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

7. Lækjarvellir 9, hugmyndir um breytingu á lóðarstærð og lóðarumsókn

Lagðar fram hugmyndir að breytingu á lóðarstærð og lóðarumsókn.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Lækjarvalla sbr. 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga á þá leið að lóðin nr. 9 verði minnkuð í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.

Þá samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að leggja til við sveitarstjórn að lóðinni þannig breyttri verði úthlutað til Jóns Björnssonar kt. 100357-3139 (Verkval ehf,) með þeim skilmálum að lóðin geti breyst síðar í upphaflegt horf.

8. Norðursigling, erindi vegna breytinga á skilmálum varðandi lóð á Hjalteyri

Erindið lagt fram, en samskonar erindi var áður tekið fyrir og hafnað á fundi nefndarinnar þann 18.2.2019.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.

9. Ytri-Bakki, landskipti

Erindið lagt fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að landinu að Ytri-Bakka sem skilgreint er í umsókn og á uppdrætti verði skipt upp í þrjár landspildur sem fái nöfnin, Sólbakki, Ytri-Bakki og Bárulundur.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl.  11:30