Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 49

12.12.2017 15:30

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

 

49. fundur

 

Fundargerð

 

Þriðjudaginn 12. desember 2017 kl. 15:30 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Agnar Þór Magnússon í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1.            Deiliskipulag Hjalteyrar

Skipulagshöfundur Árni Ólafsson mætti til fundar við nefndina og fór yfir deiliskipulagstillöguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að beina því til sveitarstjórnar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hjalteyrar, Hörgársveit skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

2.            Verndarsvæði í byggð, Hjalteyri

Lögð fram drög að greinargerð frá formanni nefndarinnar og farið verður yfir málið ásamt skipulagshöfundi og skipulagsfulltrúa.

Formanni, skipulagshöfundi og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fullvinna greinargerðina og leggja hana fyrir sveitarstjórn.

3.            Erindi frá eigendum Glæsibæjar varðandi breytingu á skipulagi

Lagt fram erindi frá GLB17 ehf, eigendum Glæsibæjar er varðar ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi jarðarinnar ásamt ósk um efnistöku. Uppdrættir fylgja.

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 28. nóvember 2017 að að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.  Fulltrúi eiganda mætti til fundar við nefndina og kynnti þær hugmyndir sem eigendur eru með varðandi skipulag á jörðinni.  Nefndin fór yfir málið er fulltrúi eiganda hafði vikið af fundi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði aðalskipulagsbreyting er taki til breytinga á landnotkun á jörðinni Glæsibæ.  Markmið breytinganna er að heimila íbúðabyggð á allt að 16,8 ha svæði og verslunar- og þjónustusvæði á allt að 16 ha svæði.  Í samræmi við ákvæði í núgildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir að íbúðasvæðið verði skilgreint sem þéttbýli.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að eigendum Glæsibæjar verði heimilað að deiliskipuleggja fyrirhugað íbúða- , verslunar- og þjónustusvæði samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði heimiluð efnistaka á jörðinni nema til einkanota.

4.            Erindi frá eigendum Hjalteyrarskóla varðandi lóðarstækkun

Lagt fram erindi ásamt uppdrætti frá eigendum Hjalteyrarskóla varðandi kaup á lóð og lóðarstækkun við Hótel Hjalteyri. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 28. nóvember 2017 að að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.  Lagt var fram á fundinum skjal þar sem nánar var gerð grein fyrir hugmyndum um nýtingu á lóðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að lóðin/lóðirnar verði ekki seldar.  Hinsvegar er fullur vilji til stækkunar á núverandi leigulóð.

5.            Erindi frá HGH verk ehf  varðandi malarnámu í landi Spónsgerðis

Lagt fram erindi ásamt uppdrætti frá HGH verk ehf þar sem óskað er eftir námaleyfi í landi Spónsgerðis.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað og óskað verði eftir því að umsækjandi leggi fram álit Skipulagsstofnunar á matskyldu framkvæmdarinnar samkv. lögum um umhverfismat nr. 106/2000.

6.            Reglur um stöðuleyfi

Lagt fram uppkast að reglum um stöðuleyfi fyrir gáma og annað bráðabirgðahúsnæði í Hörgársveit.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.            Umhverfisverðlaun Hörgársveitar

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti hverjir muni fá umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2017.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl.  19:20