Fræðslunefnd, fundur nr. 30

20.11.2018 16:00

Fræðslunefnd Hörgársveitar

30. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 kl.16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í heilsuleikskólanum Álfasteini.

Fundarmenn voru, María Albína Tryggvadóttir formaður, Vignir Sigurðsson og Eva María Ólafsdóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir fulltrúi foreldra, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Sameiginleg málefni:

1. Gjaldskrár 2019

Lögð fram tillaga að gjaldskrám er varðar leik- og grunnskóla 2019.

Fræðslunefnd samþykkti gjaldskrárnar fyrir sitt leyti.

2. Fjárhagsáætlun 2019

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2019 fyrir fræðslumál og þær stofnanir sem heyra undir þann málaflokk.

Fræðslunefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti.

3. Vistun grunnskólabarna utan skólatíma

Fomaður skýrði frá umræðum sem verið hafa varðandi vistun grunnskólabarna utan skólatíma.  Í framhaldi af því var gerð könnun um hugsanlega nýtingu á slíkri vistun.

Niðurstaða þeirrar könnunar var að líklega myndu 2 börn nýta vistun á næsta skólaári og 6 börn á næsta skólaári þar á eftir.  Núna eru 4 börn í vistun í mislangan tíma á viku.

Fræðslunefnd samþykkti að skipulag vistunar verði með óbreyttu sniði út þetta skólaár. Á vormánuðum verði þjónustan kynnt og þörfin könnuð.  Út frá þeim niðurstöðum verði tekin ákvörðun um framtíðarskipulag vistunar.

4. Námskeið skólanefnda

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til námskeiðs fyrir skólanefnarfulltrúa m.a. með fjarbúnaði.

Málefni Þelamerkurskóla:

5. Skýrsla skólastjóra

Skólastjóri fór yfir starfið í skólanum og kom m.a. fram að skólastarfið hefur gengið mjög vel í haust og margt framundan.  Mikil ánægja var með nýafstaðna þemaviku sem að þessu sinni var haldin með tveimur öðrum grunnskólum og Tónlistarskóla Eyjafjarðar og var haldin í tilefni af 30 ára afmæli tónlistarskólans. 

Rætt var um leiðir til að auka samstarf grunn- og leikskóla.

6. Breytingar á skóladagatali

Skólastjóri leggur til breytingu á skóladagatali Þelamerkurskóla 2018-2019 vegna m.a. óska frá foreldrafélagi skólans.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að sú breyting verði gerð á skóladagatali að skólaslit verði miðvikudaginn 29. maí 2019.

Málefni Álfasteins:

7. Skýrsla leikskólastjóra

Leikskólastjóri fór yfir stöðuna og kom m.a. fram að 33 börn eru núna í leikskólanum og verða 34 um áramót.  Þá kom fram að með fjölgun yngri barna er nauðsynlegt að bæta við starfi á deild.

9. Fyrirkomulag á ræstingum leikskólans

Rætt um að breyta fyrirkomulagi ræstinga í leikskólanum þannig að ræsting fari fram utan opnunartíma.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ráðinn verði verktaki til ræstinga utan opnunartíma leikskólans.

10. Haust 2019 – börn og starfsfólk

Leikskólastjóri fór yfir þá breytingu sem verður á næsta ári þegar áætlað er að börnum fjölgi um 10 eða í 44 börn.  Þetta hefur m.a. áhrif á starfsfjölda sem kynnt var.

11. Fyrirhuguð viðbygging og aðrar framkvæmdir við Álfastein

Farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir 2019 og farið í vettvangsskoðun, en ráðgert er m.a. að byggja 70 m2 viðbyggingu með tengingu við núverandi byggingu, auk stækkunar á forstofu og að setja gólfhita í húsnæði yngri deildar.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:20